Tími Brady runninn upp en ungstirnið ætlar sér að ná í skottið á honum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2021 12:01 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers mæta á fjögurra leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina. Getty/Leon Halip Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag með þremur flottum leikjum sem verða allir sýndir beint á sportstöðvunum. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira