Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 19:50 Birtan við Árbæjarstíflu um tvöleytið í dag. Esjan og blokkirnar baðaðar vetrarsól en sólin nær ekki að skína á stífluna þar sem Breiðholtshvarfið skyggir á dalsbotninn. KMU Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík. Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni. Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni.
Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira