Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 19:50 Birtan við Árbæjarstíflu um tvöleytið í dag. Esjan og blokkirnar baðaðar vetrarsól en sólin nær ekki að skína á stífluna þar sem Breiðholtshvarfið skyggir á dalsbotninn. KMU Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík. Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni. Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni.
Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira