Lögðu fram frumvarp um aðra kæru gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2021 17:51 Stuðningsmenn Trumps hlusta á ræðu hans á baráttufundi fyrir árásina á þingið þann 6. janúar. AP/Evan Vucci Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Það felur í sér að kæra hann sérstaklega fyrir að hvetja fólk til uppreisnar og þá fyrir hlutverk hans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa einnig reynt að fá út úr því skorið hvort einhverjir óeirðarseggir hafi ætlað sér að taka gísla eða valda þingmönnum og öðrum skaða. Repúblikanar í fulltrúadeildinni stöðvuðu í dag þingsályktunartillögu um að kalla til þess að Mike Pence, varaforseti, og ráðherrar Trumps, virki 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og víki Trump frá völdum. Full atkvæðagreiðsla um þá tillögu mun líklega fara fram á morgun og í kjölfar samþykktar hennar, eins og gert er ráð fyrir að verði gert, mun Pence fá sólarhring til að grípa til aðgerða, samkvæmt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Atkvæðagreiðsla um kæruna gæti því farið fram á miðvikudaginn. Verði hún samþykkt í fulltrúadeildinni yrði hún svo send til öldungadeildarinnar. Fimm eru látnir vegna árásinnar. Þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin til bana af löggæslumanni innan veggja þinghússins. Kærufrumvarpið vísar sérstaklega til ítrekaðra ummæla Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember og að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigurinn. Embættismenn víða þvertaka fyrir það. Rannsóknir og endurtalningar hafa ekki varpað ljósi á neitt svindl af þeim skala sem Trump hefur talað um og hann og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála, eða þeim verið vísað frá, í þeim ríkjum sem deilurnar snúast um. Fyrir árásina á þingið hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi þingmenn og Pence harðlega. Pence var með formlegt hlutverk í því að staðfesta niðurstöðurnar og hafði sagt Trump að hann hefði ekkert vald til þess að koma í veg fyrir staðfestinguna, eins og forsetinn hafði krafist. Trump hvatti fólk til að fara að þinghúsinu og mótmæla þessum meinta stuldi kosninganna, berjast og „bjarga landi þeirra“. Á meðan að á árásinni á þingið stóð er Trump sagður hafa fylgst með í sjónvarpi og sendi hann út tíst þar sem hann gagnrýndi Pence frekar. Margir óeirðarseggir kyrjuðu hástöfum: „Hengjum Mike Pence“ þegar þeir ruddu sér leið inn í þinghúsið. Á myndböndum sem tekin voru skömmu eftir tíst Trumps um Pence mátti heyra fólk nefna hann sérstaklega og vera að leita að honum. Margir leituðu einnig að Pelosi. Sjá einnig: Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Þingmenn virðast telja að ekki nái að klára kæruferlið gegn Trump áður en Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. AP fréttaveitan segir þó að þingmenn séu margir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að kæra hann og ná því í gegnum þingið, til að tryggja að hann geti ekki boðið sig aftur fram til embættis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa einnig reynt að fá út úr því skorið hvort einhverjir óeirðarseggir hafi ætlað sér að taka gísla eða valda þingmönnum og öðrum skaða. Repúblikanar í fulltrúadeildinni stöðvuðu í dag þingsályktunartillögu um að kalla til þess að Mike Pence, varaforseti, og ráðherrar Trumps, virki 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og víki Trump frá völdum. Full atkvæðagreiðsla um þá tillögu mun líklega fara fram á morgun og í kjölfar samþykktar hennar, eins og gert er ráð fyrir að verði gert, mun Pence fá sólarhring til að grípa til aðgerða, samkvæmt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Atkvæðagreiðsla um kæruna gæti því farið fram á miðvikudaginn. Verði hún samþykkt í fulltrúadeildinni yrði hún svo send til öldungadeildarinnar. Fimm eru látnir vegna árásinnar. Þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin til bana af löggæslumanni innan veggja þinghússins. Kærufrumvarpið vísar sérstaklega til ítrekaðra ummæla Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember og að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigurinn. Embættismenn víða þvertaka fyrir það. Rannsóknir og endurtalningar hafa ekki varpað ljósi á neitt svindl af þeim skala sem Trump hefur talað um og hann og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála, eða þeim verið vísað frá, í þeim ríkjum sem deilurnar snúast um. Fyrir árásina á þingið hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi þingmenn og Pence harðlega. Pence var með formlegt hlutverk í því að staðfesta niðurstöðurnar og hafði sagt Trump að hann hefði ekkert vald til þess að koma í veg fyrir staðfestinguna, eins og forsetinn hafði krafist. Trump hvatti fólk til að fara að þinghúsinu og mótmæla þessum meinta stuldi kosninganna, berjast og „bjarga landi þeirra“. Á meðan að á árásinni á þingið stóð er Trump sagður hafa fylgst með í sjónvarpi og sendi hann út tíst þar sem hann gagnrýndi Pence frekar. Margir óeirðarseggir kyrjuðu hástöfum: „Hengjum Mike Pence“ þegar þeir ruddu sér leið inn í þinghúsið. Á myndböndum sem tekin voru skömmu eftir tíst Trumps um Pence mátti heyra fólk nefna hann sérstaklega og vera að leita að honum. Margir leituðu einnig að Pelosi. Sjá einnig: Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Þingmenn virðast telja að ekki nái að klára kæruferlið gegn Trump áður en Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. AP fréttaveitan segir þó að þingmenn séu margir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að kæra hann og ná því í gegnum þingið, til að tryggja að hann geti ekki boðið sig aftur fram til embættis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11