Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:50 Þinghald í málinu var lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17
Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32