Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa mæst oft á knattspyrnuvellinum og barist um flest einstaklingsverðlaun fótboltans mörgum sinnum. Þeir hefðu getað orðið liðsfélagar á táningsaldri. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona. Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira