Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa mæst oft á knattspyrnuvellinum og barist um flest einstaklingsverðlaun fótboltans mörgum sinnum. Þeir hefðu getað orðið liðsfélagar á táningsaldri. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona. Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira