Valskonur sýndu í gærkvöldi að spárnar síðasta haust voru ekkert bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 15:32 Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir reynir skot á körfu í gær en hin unga Anna Lára Vignisdóttir hjá Keflavík reynir að verja skotið hennar. Vísir/Hulda Margrét Meistaraefnin í Vals sendu heldur betur frá sér skýr skilaboð þegar kvennakarfan fór aftur af stað eftir meira en hundrað daga hlé. Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn