Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 21:10 Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11
Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31