Tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 19:36 Stella Sigurðardóttir verður í leikmannahópi Fram er Olís-deild kvenna fer aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Stella er ef til vill ryðgaðri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hún hefur ekki leikið handbolta síðan tímabilið 2013-2014. Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32
Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33