Stella og Karen: Gaman að geta spilað aftur saman Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. janúar 2021 16:33 Karen Knútsdóttir snéri aftur í dag. vísir/vilhelm Það var mikil spenna fyrir endurkomu Stellu Sigurðardóttur og Karenar Knútsdóttur, leikmanna Fram í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir að tímabilið var flautað aftur á. Það var mikil spenna fyrir endurkomu Stellu Sigurðardóttur og Karenar Knútsdóttur, leikmanna Fram í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir að tímabilið var flautað aftur á. Stella Sigurðardóttir er að koma til baka eftir að hafa lagt skónna á hilluna á tímabilinu 2013-2014 og Karen að koma aftur eftir barnsburð. „Þetta er pínu blendið en það er mjög gaman sérstaklega af því að við unnum, það er gaman að geta spilað aftur saman,“ sögðu þær að leikslokum. Þetta var fyrsti leikur Fram frá því að tímabilið var flautað af í lok september vegna Kórónuveirunnar og æfingar hafa farið fram með takmörkunum sem er heldur ólíkt því þær hafa vanist. „Við erum búnar að vera að spila á æfingum alveg mikið en þetta er allt öðruvísi andrúmsloft að vera hérna í leik og í hasarnum.“ „Þetta var alveg smá stress í fyrri hálfleik að spila aftur handbolta fyrir okkur tvær en svo fann maður það líka á liðinu, það var langt síðan liðið hafi spilað leik þannig við þurftum fyrri hálfleik til að ná skrekknum úr okkur.“ Vegna takmarkanna er áhorfendabann á leikjunum út þennan mánuðinn en kom það að sök. „Ég gleymdi því aðeins. Það var búið að draga stúkuna út og auglýsingaborðar og stemnning í liðinu sem við bjuggum hana til sjálfar. Maður veit að aðstæðurnar eru svona og maður er ekkert að pæla í því,“ sagði Karen. „Ég myndi segja að það sé mjög góð stemmning. Ég er reyndar að koma ný inn í þetta og ekki búin að vera lengi hérna að æfa en ógeðslega samheldur hópur og allar góðar vinkonur og það er stemning í liðinu. Við eigum eftir að spila vel saman og spila betur saman með hverjum leiknum,“ sagði Stella að lokum. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 26-25 | Fram hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur Fram lagði ÍBV að velli með minnsta mun í stórleik Olís-deildar kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. janúar 2021 15:26 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir endurkomu Stellu Sigurðardóttur og Karenar Knútsdóttur, leikmanna Fram í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir að tímabilið var flautað aftur á. Stella Sigurðardóttir er að koma til baka eftir að hafa lagt skónna á hilluna á tímabilinu 2013-2014 og Karen að koma aftur eftir barnsburð. „Þetta er pínu blendið en það er mjög gaman sérstaklega af því að við unnum, það er gaman að geta spilað aftur saman,“ sögðu þær að leikslokum. Þetta var fyrsti leikur Fram frá því að tímabilið var flautað af í lok september vegna Kórónuveirunnar og æfingar hafa farið fram með takmörkunum sem er heldur ólíkt því þær hafa vanist. „Við erum búnar að vera að spila á æfingum alveg mikið en þetta er allt öðruvísi andrúmsloft að vera hérna í leik og í hasarnum.“ „Þetta var alveg smá stress í fyrri hálfleik að spila aftur handbolta fyrir okkur tvær en svo fann maður það líka á liðinu, það var langt síðan liðið hafi spilað leik þannig við þurftum fyrri hálfleik til að ná skrekknum úr okkur.“ Vegna takmarkanna er áhorfendabann á leikjunum út þennan mánuðinn en kom það að sök. „Ég gleymdi því aðeins. Það var búið að draga stúkuna út og auglýsingaborðar og stemnning í liðinu sem við bjuggum hana til sjálfar. Maður veit að aðstæðurnar eru svona og maður er ekkert að pæla í því,“ sagði Karen. „Ég myndi segja að það sé mjög góð stemmning. Ég er reyndar að koma ný inn í þetta og ekki búin að vera lengi hérna að æfa en ógeðslega samheldur hópur og allar góðar vinkonur og það er stemning í liðinu. Við eigum eftir að spila vel saman og spila betur saman með hverjum leiknum,“ sagði Stella að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 26-25 | Fram hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur Fram lagði ÍBV að velli með minnsta mun í stórleik Olís-deildar kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. janúar 2021 15:26 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 26-25 | Fram hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur Fram lagði ÍBV að velli með minnsta mun í stórleik Olís-deildar kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. janúar 2021 15:26
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni