Mun færri mótmæla en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 22:25 Fámennur hópur stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan þinghús Texas í dag. Getty/ Sergio Flores Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka. Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka.
Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30