Trump náðaði Steve Bannon Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 06:45 Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í embætti forseta. Getty/Jabin Botsford Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu. Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09