Takk fyrir traustið! Bjarni Gíslason skrifar 20. janúar 2021 11:30 „Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
„Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar