Ofbeldi gegn fötluðum svartur blettur á samfélaginu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:23 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ofbeldi gegn fötluðum svartan blett á íslensku samfélagi. Aðgerðateymi gegn ofbeldi hefur skilað ráðherra úrbóttatillögum í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu. Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu.
Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira