Segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Trumps sem algjört frávik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:35 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta ekki einstakt fyrirbæri sem spili algjörlega á eigin forsendum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem algjört frávik. Hann hafi sprottið úr jarðvegi sem hafi orðið til jafnt og þétt í Bandaríkjunum allt frá árinu 1970 þegar íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Eiríkur ræddi valdaskiptin á forsetastóli Bandaríkjanna í dag í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Joe Biden tekur við sem forseti Bandaríkjanna af Donald Trump við hátíðlega athöfn í Washington-borg. Athöfnin verður um margt óvenjuleg vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum auk þess sem Trump brýtur sterka hefð með því að vera ekki viðstaddur innsetningarathöfn nýs forseta. „Það er kannski það sem er einna athyglisverðast þegar maður skoðar bandarísk stjórnmál undanfarin fjögur ár og lengur raunar er að það er hvað það dregur undan hefðunum og venjunum. Bandarískt stjórnarkerfi er þannig uppbyggt að það hvílir alveg óvanalega mikið á hefðum og venjum og að þátttakendurnir á sviðinu virði þessar venjur og hefðir. Þetta er ríkari þráður í bandarísku stjórnkerfi heldur en í flestum öðrum stjórnkerfum vestrænna ríkja sem við þekkjum. […] Það er þessi tilraun: hvað gerist þegar þátttakendur hætta að virða leikreglurnar? Það er það sem við erum að fylgjast með,“ sagði Eiríkur. Þá lagði hann áherslu á að Trump væri ekki einstakt fyrirbæri. „Hann er ekki einn maður sem spilar algjörlega á eigin forsendum. Hann verður til upp úr ákveðnum jarðvegi í bandarískum stjórnmálum sem hefur verið að verða til bara frá því upp úr 1970. Þegar ákveðnar hræringar urðu í Bandaríkjunum og íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Allar götur síðan hefur í rauninni jarðvegurinn verið undirbúinn fyrir einhvern á borð við Trump. Þannig að það er ekki hægt að skýra þetta út frá hans persónu.“ Myndi líklegast ekki mega bjóða sig fram aftur ef hann yrði dæmdur Eiríkur sagði að nú væri verið að fara frá einhverjum óvanalegasta forseta Bandaríkjanna yfir til kannski vanalegasta forseta landsins; Biden væri snýttur úr sömu nös og hefðbundnir stjórnmálamenn, væri miðjusækinn og gæti nánast verið í hvorum flokknum sem væri, með Demókrötum eða Repúblikönum. „Það breytir samt ekki því að þetta er ekki þannig að pendúllinn hafi farið yfir og að við getum afskrifað tíð Donalds Trump sem algjört frávik því sú hreyfing sem kom honum á forsetastól og þær tilfinningar, hugmyndir og straumar sem lágu undir og fleyttu honum í stól forseta, það er allt ennþá til staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Eiríkur. Stefanía var spurð hvort það yrðu mögulega einhver eftirmál og hvort farið yrði á eftir Trump nú þegar valdatíð hans er lokið. Hún minnti á að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt ákæru á hendur honum í síðustu viku vegna árásarinnar á þinghúsið. Sú ákæra lægi nú fyrir öldungadeildinni sem fer með dómsvaldið og gæti því sakfellt Trump. „Margir hafa velt því fyrir sér hvort það er hægt að fara á eftir fráfarandi forseta, sem er farinn frá völdum, það á allt saman eftir að koma í ljós. Hins vegar er það líka ljóst að forystumaður Repúblikana í öldungadeildinni sem hefur allt kjörtímabilið reynst einn dyggasti stuðningsmaður Trumps, honum var nóg boðið eftir innrásina í þinghúsið fyrir tveimur vikum og er sagður afskaplega reiður og í rauninni jafnvel styðja það að Trump verði dæmdur. En til þess að það verði þurfa allir 50 öldungadeildarþingmenn Demókrata að styðja það og þar fyrir utan 17 Repúblikanar. Það myndi líklegast líka fylgja með í kaupunum, ef hann yrði dæmdur af öldungadeildinni, að það myndi jafnframt verða samþykkt að Trump mætti ekki bjóða sig aftur fram í neitt opinbert embætti,“ sagði Stefanía. Viðtalið við þau Eirík má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Eiríkur ræddi valdaskiptin á forsetastóli Bandaríkjanna í dag í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Joe Biden tekur við sem forseti Bandaríkjanna af Donald Trump við hátíðlega athöfn í Washington-borg. Athöfnin verður um margt óvenjuleg vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum auk þess sem Trump brýtur sterka hefð með því að vera ekki viðstaddur innsetningarathöfn nýs forseta. „Það er kannski það sem er einna athyglisverðast þegar maður skoðar bandarísk stjórnmál undanfarin fjögur ár og lengur raunar er að það er hvað það dregur undan hefðunum og venjunum. Bandarískt stjórnarkerfi er þannig uppbyggt að það hvílir alveg óvanalega mikið á hefðum og venjum og að þátttakendurnir á sviðinu virði þessar venjur og hefðir. Þetta er ríkari þráður í bandarísku stjórnkerfi heldur en í flestum öðrum stjórnkerfum vestrænna ríkja sem við þekkjum. […] Það er þessi tilraun: hvað gerist þegar þátttakendur hætta að virða leikreglurnar? Það er það sem við erum að fylgjast með,“ sagði Eiríkur. Þá lagði hann áherslu á að Trump væri ekki einstakt fyrirbæri. „Hann er ekki einn maður sem spilar algjörlega á eigin forsendum. Hann verður til upp úr ákveðnum jarðvegi í bandarískum stjórnmálum sem hefur verið að verða til bara frá því upp úr 1970. Þegar ákveðnar hræringar urðu í Bandaríkjunum og íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Allar götur síðan hefur í rauninni jarðvegurinn verið undirbúinn fyrir einhvern á borð við Trump. Þannig að það er ekki hægt að skýra þetta út frá hans persónu.“ Myndi líklegast ekki mega bjóða sig fram aftur ef hann yrði dæmdur Eiríkur sagði að nú væri verið að fara frá einhverjum óvanalegasta forseta Bandaríkjanna yfir til kannski vanalegasta forseta landsins; Biden væri snýttur úr sömu nös og hefðbundnir stjórnmálamenn, væri miðjusækinn og gæti nánast verið í hvorum flokknum sem væri, með Demókrötum eða Repúblikönum. „Það breytir samt ekki því að þetta er ekki þannig að pendúllinn hafi farið yfir og að við getum afskrifað tíð Donalds Trump sem algjört frávik því sú hreyfing sem kom honum á forsetastól og þær tilfinningar, hugmyndir og straumar sem lágu undir og fleyttu honum í stól forseta, það er allt ennþá til staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Eiríkur. Stefanía var spurð hvort það yrðu mögulega einhver eftirmál og hvort farið yrði á eftir Trump nú þegar valdatíð hans er lokið. Hún minnti á að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt ákæru á hendur honum í síðustu viku vegna árásarinnar á þinghúsið. Sú ákæra lægi nú fyrir öldungadeildinni sem fer með dómsvaldið og gæti því sakfellt Trump. „Margir hafa velt því fyrir sér hvort það er hægt að fara á eftir fráfarandi forseta, sem er farinn frá völdum, það á allt saman eftir að koma í ljós. Hins vegar er það líka ljóst að forystumaður Repúblikana í öldungadeildinni sem hefur allt kjörtímabilið reynst einn dyggasti stuðningsmaður Trumps, honum var nóg boðið eftir innrásina í þinghúsið fyrir tveimur vikum og er sagður afskaplega reiður og í rauninni jafnvel styðja það að Trump verði dæmdur. En til þess að það verði þurfa allir 50 öldungadeildarþingmenn Demókrata að styðja það og þar fyrir utan 17 Repúblikanar. Það myndi líklegast líka fylgja með í kaupunum, ef hann yrði dæmdur af öldungadeildinni, að það myndi jafnframt verða samþykkt að Trump mætti ekki bjóða sig aftur fram í neitt opinbert embætti,“ sagði Stefanía. Viðtalið við þau Eirík má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira