Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 22:47 Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, strax á fyrsta degi í embætti. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira