Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 12:29 Q-liðar stóðu margir í þeirri trú að innsetningarathöfnin í gær væri gildra og að Donald Trump myndi setja á herlög og handtaka leiðtoga Demókrataflokksins í massavís. AP/Andrew Harnik Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira