Pervertinn sagður hár, grannur og úlpuklæddur í kringum þrítugt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 16:18 Seljaskóli, hvar pervertinn virðist hafa athafnað sig í dag og í gær. Reykjavíkurborg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbil í gær. Maðurinn er talinn í kringum þrítugt, hár og grannur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira