Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:27 Skjáskot af frétt Fréttablaðsins og myndinni af Þórólfi, Jóhannesi og Víði má sjá hér til hægri á mynd. Samsett Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“ Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira