„Rúrik Gíslason varð mjög þekktur á HM í fótbolta 2018 þar sem hann spilaði með íslenska landsliðinu,“ segir í fréttinni.
„Hann fékk einungis 27 mínútur gegn Argentínu en það varð nóg til þess að konur heimsins byrjuðu að slefa yfir íslenska fótboltamanninum. Hann varð fyrirbæri á Instagram þar sem fylgjendur streymdu inn,“ segir enn fremur.
Þættirnir sem Rúrik tekur þátt í eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars, sem haldnir eru um heim allan. Þættirnir hefjast á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í febrúar. Í þáttunum dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara og fá atvinnudansararnir sjálfir að velja sér liðsfélaga.
Pörin keppa svo sín á milli í hinum ýmsu dansstílum og stefnum, þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Um er að ræða sömu uppsetningu og á þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir hafa verið á Stöð 2.
Rúrik er þekktur í Danmörku því hann lék þar í nokkur ár. Fyrst með Viborg, síðar meir OB og loks FCK þar sem hann spilaði meðal annars í Meistaradeildinni og varð danskur meistari árið 2013. Hann tilkynnti í byrjun nóvember að skórnir væru komnir upp í hillu, í bili að minnsta kosti.
Rurik Gislason update: verdens flotteste fodboldspiller skal være med i Tysklands svar på Vild Med Dans. Hvis han kan finde ud af at aktivere sin kvindelige sydamerikanske fanskare, så har vi da en sikker vinder 🕺🏼🥇 https://t.co/zL8oqy6stC
— Sandro Spasojevic (@SandroSpaso) January 18, 2021