Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2021 13:18 Swimeye er öryggisbúnaður sem er í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann sendir frá sér viðvörun ef manneskja er hreyfingarlaus á botni sundlaugar. Vísir/Reykjavíkurborg Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans á fimmtudag eftir að hafa legið á botni innilaugar Sundhallarinnar í Reykjavík sagðist í fréttum í gær hafa margar spurningar um andlát hans. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur hefur margar spurningar um hvernig andlát hans bar að.Vísir/Arnar Sonur sinn hafi verið líkamlega hraustur, hann hafi verið á sundi, þegar hann fálmaði upp í loft og sökk til botns og lá þar í nokkrar mínútur samkvæmt upplýsingum s em hann hafi fengið. Hann velti enn fremur fyrir sér hvort ekki hafi verið kerfi í sundlauginni sendir frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. „Sundlaugin er nýlega uppgerð. Ég spyr var þetta kerfi ekki sett upp. Virkaði það ekki, af hverju virkaði það ekki, hvernig er eftirliti háttað með þessu kerfi. Hefði kerfið verið virkt eða virkað hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Norska fyrirtækið Swimeye auglýsir á heimasíðu sinni að það hafi sett upp slíkan búnað í innilaug Sundhallar Reykjavíkur árið 2018. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þetta eina sundlaug Reykjavíkurborgar sem er með slíkan búnað en samkvæmt sömu heimildum er ekki skylda að hafa hann. Á heimasíðunni Swimeye kemur fram að um sé að ræða skynjara sem sendi frá sér boð til myndavéla og öryggisvarða ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar í örstuttan tíma. Fram kemur að kerfið sé mun fljótara en sundlauga-eða öryggisverðir að átta sig á að manneskja geti verið að drukkna. Það geti þannig komið í veg fyrir drukknanir í sundlaugum. Fréttastofa óskaði upplýsinga um málið hjá Reykjavíkurborg sem benti á lögreglu sem fer með rannsókn málsins. Tilkynning borgarinnar Í tilkynningu frá Íþrótta-og tómstundaráði frá því í gær kemur fram að Íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og haldi því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hafi verið gerð grein fyrir málinu. Fram kemur að í sundlaugum sé farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík séu öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni séu einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni sé laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Sundlaugar Reykjavík Landspítalinn Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans á fimmtudag eftir að hafa legið á botni innilaugar Sundhallarinnar í Reykjavík sagðist í fréttum í gær hafa margar spurningar um andlát hans. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur hefur margar spurningar um hvernig andlát hans bar að.Vísir/Arnar Sonur sinn hafi verið líkamlega hraustur, hann hafi verið á sundi, þegar hann fálmaði upp í loft og sökk til botns og lá þar í nokkrar mínútur samkvæmt upplýsingum s em hann hafi fengið. Hann velti enn fremur fyrir sér hvort ekki hafi verið kerfi í sundlauginni sendir frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. „Sundlaugin er nýlega uppgerð. Ég spyr var þetta kerfi ekki sett upp. Virkaði það ekki, af hverju virkaði það ekki, hvernig er eftirliti háttað með þessu kerfi. Hefði kerfið verið virkt eða virkað hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Norska fyrirtækið Swimeye auglýsir á heimasíðu sinni að það hafi sett upp slíkan búnað í innilaug Sundhallar Reykjavíkur árið 2018. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þetta eina sundlaug Reykjavíkurborgar sem er með slíkan búnað en samkvæmt sömu heimildum er ekki skylda að hafa hann. Á heimasíðunni Swimeye kemur fram að um sé að ræða skynjara sem sendi frá sér boð til myndavéla og öryggisvarða ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar í örstuttan tíma. Fram kemur að kerfið sé mun fljótara en sundlauga-eða öryggisverðir að átta sig á að manneskja geti verið að drukkna. Það geti þannig komið í veg fyrir drukknanir í sundlaugum. Fréttastofa óskaði upplýsinga um málið hjá Reykjavíkurborg sem benti á lögreglu sem fer með rannsókn málsins. Tilkynning borgarinnar Í tilkynningu frá Íþrótta-og tómstundaráði frá því í gær kemur fram að Íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og haldi því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hafi verið gerð grein fyrir málinu. Fram kemur að í sundlaugum sé farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík séu öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni séu einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni sé laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Sundlaugar Reykjavík Landspítalinn Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28
Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19