Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Skjáskot Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04