Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:04 Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag. Lögreglan Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira