Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:30 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“ Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“
Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40