Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:30 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“ Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“
Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40