Erlent

Sex látnir eftir að köfnunarefni lak á kjúklingabúi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Níu létust á kjúklingabúinu Foundation Food Group í Georgíu í dag vegna köfnunarefnisleka.
Níu létust á kjúklingabúinu Foundation Food Group í Georgíu í dag vegna köfnunarefnisleka. EPA/ERIK S. LESSER

Sex hafa látist eftir að köfnunarefni, eða nitur, í vökvaformi lak á kjúklingabúi í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. 

Níu til viðbótar eru á sjúkrahúsi eftir atvikið sem átti sér stað á kjúklingabúinu Foundation Food Group, sem er í eigu Prime Pak Foods í borginni Gainesville. Slökkviliðsmenn, sem voru kallaðir út vegna atviksins, eru meðal þeirra sem liggja nú á spítala.

Kjúklingabú eru hvergi fleiri í Bandaríkjunum en í Georgíu og er fjöldi þeirra í Gainesville. Þúsundir starfa í slíkum búum í borginni.

Ekki liggur fyrir hvernig til lekans kom.

Köfnunarefni er iðulega notað í kælibúnað og getur leki á efninu í miklu magni leitt til þess að það ýti súrefninu í lungunum í burtu og er því ekki nægt súrefni til staðar í lungunum. Efnið er litar-, lyktar og bragðlaust og er því ólíklegt að þeir sem voru staddir á búinu hafi áttað sig á því að leki hafi komið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×