Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir skrifa 30. janúar 2021 07:00 Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun