Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 14:07 Árni Magnússon er forstjóri ÍSOR en hann segir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið tæplega sjötíu áður en gripið var til uppsagnanna fimm. Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði. Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun