Varúðarmerking á verðtryggð lán Ólafur Ísleifsson skrifar 31. janúar 2021 12:07 Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Neytendur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun