Af Trump, tjáningarfrelsi og hatri á samfélagsmiðlum Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:16 Mikil umræða skapaðist um tjáningarfrelsi í kjölfar ákvarðana samfélagsmiðlarisanna um að bregðast við brotum Donald Trump á skilmálum fyrirtækjanna, en brotin fólust m.a. í hatursfullum ummælum og hvatningu til ofbeldis. Umfjöllun um ofbeldis- og hatursfulla umræðu hefur einnig verið áberandi hér á landi síðustu daga vegna skotárásar á bifreið borgarstjórans í Reykjavík. Hafa margir velt því fyrir sér hvort þar hafi verið undirliggjandi hatursorðræða á samfélagsmiðlum – og þá um leið hvernig bregðast beri við slíkri orðræðu, sem er sífellt vaxandi vandamál í nútímaþjóðfélagi. Sitt sýnist hverjum um slík inngrip í tjáningu fólks enda ljóst að málið er langt í frá einfalt. Nokkur grundvallaratriði geta þó veitt leiðbeiningar í því sambandi. Er tjáningarfrelsið algert? Hér á landi ríkir stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi. Menn eru þannig frjálsir skoðana sinna og sannfæringar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, auk þess sem mönnum er játaður víðtækur réttur til að láta skoðanir sínar og hugsanir opinberlega í ljós. Þetta er óumdeilt og margdæmt. Hins vegar virðist gjarnan gleymast að tjáningarfrelsið er hvorki algert né hafið yfir önnur grundvallarréttindi. Í því felst ekki yfirtromp sem flagga má til að réttlæta tjáningu í öllum tilvikum óháð ummælum, samhengi og aðstæðum hverju sinni. Það vill nefnilega þannig til að í fyrrgreindum mannréttindaákvæðum eru einnig heimilaðar ýmsar takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Þannig má t.d. setja tjáningarfrelsi skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggi ríkisins og til verndar heilsu, réttinda og mannorðs annarra séu slíkar takmarkanir nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Í bæði stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu getur auk þess að líta ýmsar reglur sem mæla fyrir um réttindi sem eru ,,jafnrétthá“ tjáningarfrelsinu og geta takmarkað það. Hér má nefna réttinn til þess að sæta ekki ofsóknum vegna skoðana eða trúarbragða og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, réttinn til friðhelgi einkalífs og réttinn til að njóta jafnrar stöðu og mannréttinda án tillits til kynferðis og litarháttar. Vegna umræddra reglna, og annarra lagareglna, er okkur t.d. óheimilt að nota tjáningarfrelsið til þess að hóta öðrum líkamsmeiðingum, hvetja til ofbeldis eða upplýsa um viðkvæm einkamálefni fólks án leyfis. Eins er okkur óheimilt að brjóta kynferðislega gegn fólki með tjáningu okkar á internetinu eða tjá okkur með skaðlegum og ósæmandi hætti við börn. Tökum dæmi um aðstöðu þar sem tjáningarfrelsi og öðrum grundvallarréttindum lýstur saman. Í nafni tjáningarfrelsis kem ég mér fyrir á Austurvelli og góla þar í gjallarhorn að ég vilji forsætisráðherra feigan. Ég hvet síðan almenning til þess að ráðast að ríkisstjórnarmeðlimum og valda skaða. Ég fer síðan og tylli mér á bekk fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur og góla í sama gjallarhornið á borgarstjóra. Aftur lýsi ég því yfir að ég vilji hann undir græna torfu og hvet fólk til þess að hætta ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég stýri því svo sem ekki hvað fólkið sem hlustar á mig gerir, en hér hef ég óneitanlega lagt mitt á vogarskálarnar með hvatningu til refsiverðrar háttsemi. Það er vissulega rétt að með uppákomunni var ég að nýta mitt stjórnarskrárvarða tjáningarfrelsi. Og til þess mun ég vísa þegar ég er leidd í járnum inn í lögreglubíl. Sú vörn mín má sín hins vegar lítils þegar mér er kynntur lögbundinn réttur annars fólks til þess að njóta friðar frá ofsóknum, hótunum og annars konar friðhelgisbrotum. Tjáningarfrelsi mitt er nefnilega ekki, öfugt við það sem sumir halda, rétthærra eða merkilegra en önnur grundvallarréttindi. Í þessu sambandi er rétt að líta sérstaklega til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu, en þeir sem helst hafa viljað varða veg óskoraðs tjáningarfrelsis vísa gjarnan til dóma hans. Þótt óumdeilt sé að Mannréttindadómstóllinn hafi á undanförnum áratugum greitt götu tjáningarfrelsisins hefur hann lagt ríka áherslu á að umrætt frelsi nái ekki yfir hatursorðræðu, hvatningu til ofbeldis og aðra ofbeldisfulla og meiðandi tjáningu. Tjáning sem hvetur til, stuðlar að eða réttlætir hatur á borð við kynþáttahatur og útlendingahatur, eða annars konar hatur sem byggist á mismunun eða fjandskap gegn tilteknum hópum, er þannig bönnuð. Eru samfélagsmiðlar sér á báti þegar kemur að leyfilegri tjáningu? Fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna voru fjölmiðlar helsta dreifileið tjáningar. Vegna hlutverks þeirra voru settar sérstakar reglur um fjölmiðla og hlutverk þeirra við miðlun tjáningar. Sem dæmi þurfa fjölmiðlar að hafa tiltekin viðmið í huga þegar þeir dreifa ummælum og gæta að því að ekki sé brotið gegn grundvallarréttindum á vettvangi þeirra. Til upplýsingar má nefna að á vettvangi Mannréttindadómstólsins hafa t.d. fallið dómar þar sem aðildarríkjum hefur verið játuð heimild til þess að draga fjölmiðla til ábyrgðar fyrir að láta átölulaus alvarleg og hatursfull ummæli í athugasemdakerfum. Almennt er því viðurkennt að fjölmiðlar geti ekki að öllu leyti látið sér í léttu rúmi liggja hvað birtist á vettvangi þeirra. Sérstakt eðli samfélagsmiðla breytir engu um fyrrgreindar grundvallarreglur. Þeir verndarhagsmunir sem búa að baki reglunum, þ.e. að tryggja að réttindi fólks verði ekki fótum troðin vegna tjáningar, eru nákvæmlega hinir sömu í tilviki samfélagsmiðla og almennt í tilviki fjölmiðla. Má raunar færa fyrir því gild rök að verndin sé meira aðkallandi þegar í hluta eiga miðlar sem geta stuðlað að jafn hraðri og víðtækri dreifingu efnis og samfélagsmiðlar geta í dag. Í ljósi framangreinds, og þeirra reglna sem vestræn þjóðfélög hafa sett sér þegar kemur að tjáningarfrelsisbrotum, er ekkert óeðlilegt við að samfélagsmiðlar setji sér skilmála sem einstaklingum ber að fylgja. Að sama skapi er ekkert óeðlilegt að miðlarnir bregðist við í samræmi við þá skilmála. Nákvæmlega eins og „hefðbundnir vefmiðlar“ telja sig stundum þurfa að fjarlægja efni úr athugasemdakerfum geta samfélagsmiðlar þurft að taka afstöðu til þess sem birtist á þeirra miðli. Því er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta þegar talið berst að mögulegri takmörkun tjáningarfrelsis á samfélagsmiðlum. Skilyrðið er þó vitanlega að ekki sé um handahófskennd viðbrögð að ræða eða ólíka meðferð eftir pólitískum hagsmunum eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá verður að sjálfsögðu að gera þá skýlausu kröfu að fram fari vönduð könnun á því hvort ástæða sé til inngripa og ganga ekki lengra en þörf er á hverju sinni. Breytt landslag í dreifingu upplýsinga Samfélagsmiðlar hafa gjörbreytt samskiptum okkar, umhverfi og þeim veruleika sem við stöndum frammi fyrir. Þeir stýra opinberri umræðu og geta þannig haft umtalsverð áhrif á samfélagið, t.d. á niðurstöður kosninga sem dæmi. Þeir stýra að einhverju leyti neytendum með endalausu framboði keyptrar tjáningar. Þeir stýra samskiptum barna og ungmenna, hafa áhrif á sjálfsmynd ungmenna og almennt skoðanamyndandi áhrif á hugmyndir okkar um hvernig hlutirnir ,,eigi að vera“. Þeir eru líka vettvangur hinna ýmsu ,,netbrota“, svo sem netníðs og kynferðisbrota, netsvika og alþjóðlegrar brotastarfsemi. Síðast en ekki síst geta samfélagsmiðlar ýtt undir hatur og ofbeldi, eins og dæmin sanna. Full ástæða er til að ræða ábyrgð samfélagsmiðla og þá umgjörð sem við viljum búa þeim þegar kemur að réttindum fólks. Eins er nauðsynlegt að árétta reglulega þá ábyrgð einstaklinga sem fylgir tjáningu þeirra á samfélagsmiðlum. Ólíkt því sem sumir vilja halda getur ofbeldi verið rafrænt og það getur farið fram með tjáningu einni saman. Hver og einn einstaklingur ber ábyrgð á því sem hann segir og engu breytir í þeim efnum þótt viðkomandi sitji fyrir framan tölvuskjá. Þótt tjáningarfrelsið hafi sjaldnar verið mikilvægara hefur það, vegna fjölda álitamála tengdum örri þróun samfélagsmiðlanna, sjaldnar staðið frammi fyrir jafn mörgum áskorunum. Að slá skollaeyrum við þeirri staðreynd verður hvorki okkur sjálfum né kynslóðunum sem á eftir koma til framdráttar. Höfundur er héraðsdómari og lektor í fjölmiðlarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um tjáningarfrelsi í kjölfar ákvarðana samfélagsmiðlarisanna um að bregðast við brotum Donald Trump á skilmálum fyrirtækjanna, en brotin fólust m.a. í hatursfullum ummælum og hvatningu til ofbeldis. Umfjöllun um ofbeldis- og hatursfulla umræðu hefur einnig verið áberandi hér á landi síðustu daga vegna skotárásar á bifreið borgarstjórans í Reykjavík. Hafa margir velt því fyrir sér hvort þar hafi verið undirliggjandi hatursorðræða á samfélagsmiðlum – og þá um leið hvernig bregðast beri við slíkri orðræðu, sem er sífellt vaxandi vandamál í nútímaþjóðfélagi. Sitt sýnist hverjum um slík inngrip í tjáningu fólks enda ljóst að málið er langt í frá einfalt. Nokkur grundvallaratriði geta þó veitt leiðbeiningar í því sambandi. Er tjáningarfrelsið algert? Hér á landi ríkir stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi. Menn eru þannig frjálsir skoðana sinna og sannfæringar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, auk þess sem mönnum er játaður víðtækur réttur til að láta skoðanir sínar og hugsanir opinberlega í ljós. Þetta er óumdeilt og margdæmt. Hins vegar virðist gjarnan gleymast að tjáningarfrelsið er hvorki algert né hafið yfir önnur grundvallarréttindi. Í því felst ekki yfirtromp sem flagga má til að réttlæta tjáningu í öllum tilvikum óháð ummælum, samhengi og aðstæðum hverju sinni. Það vill nefnilega þannig til að í fyrrgreindum mannréttindaákvæðum eru einnig heimilaðar ýmsar takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Þannig má t.d. setja tjáningarfrelsi skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggi ríkisins og til verndar heilsu, réttinda og mannorðs annarra séu slíkar takmarkanir nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Í bæði stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu getur auk þess að líta ýmsar reglur sem mæla fyrir um réttindi sem eru ,,jafnrétthá“ tjáningarfrelsinu og geta takmarkað það. Hér má nefna réttinn til þess að sæta ekki ofsóknum vegna skoðana eða trúarbragða og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, réttinn til friðhelgi einkalífs og réttinn til að njóta jafnrar stöðu og mannréttinda án tillits til kynferðis og litarháttar. Vegna umræddra reglna, og annarra lagareglna, er okkur t.d. óheimilt að nota tjáningarfrelsið til þess að hóta öðrum líkamsmeiðingum, hvetja til ofbeldis eða upplýsa um viðkvæm einkamálefni fólks án leyfis. Eins er okkur óheimilt að brjóta kynferðislega gegn fólki með tjáningu okkar á internetinu eða tjá okkur með skaðlegum og ósæmandi hætti við börn. Tökum dæmi um aðstöðu þar sem tjáningarfrelsi og öðrum grundvallarréttindum lýstur saman. Í nafni tjáningarfrelsis kem ég mér fyrir á Austurvelli og góla þar í gjallarhorn að ég vilji forsætisráðherra feigan. Ég hvet síðan almenning til þess að ráðast að ríkisstjórnarmeðlimum og valda skaða. Ég fer síðan og tylli mér á bekk fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur og góla í sama gjallarhornið á borgarstjóra. Aftur lýsi ég því yfir að ég vilji hann undir græna torfu og hvet fólk til þess að hætta ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég stýri því svo sem ekki hvað fólkið sem hlustar á mig gerir, en hér hef ég óneitanlega lagt mitt á vogarskálarnar með hvatningu til refsiverðrar háttsemi. Það er vissulega rétt að með uppákomunni var ég að nýta mitt stjórnarskrárvarða tjáningarfrelsi. Og til þess mun ég vísa þegar ég er leidd í járnum inn í lögreglubíl. Sú vörn mín má sín hins vegar lítils þegar mér er kynntur lögbundinn réttur annars fólks til þess að njóta friðar frá ofsóknum, hótunum og annars konar friðhelgisbrotum. Tjáningarfrelsi mitt er nefnilega ekki, öfugt við það sem sumir halda, rétthærra eða merkilegra en önnur grundvallarréttindi. Í þessu sambandi er rétt að líta sérstaklega til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu, en þeir sem helst hafa viljað varða veg óskoraðs tjáningarfrelsis vísa gjarnan til dóma hans. Þótt óumdeilt sé að Mannréttindadómstóllinn hafi á undanförnum áratugum greitt götu tjáningarfrelsisins hefur hann lagt ríka áherslu á að umrætt frelsi nái ekki yfir hatursorðræðu, hvatningu til ofbeldis og aðra ofbeldisfulla og meiðandi tjáningu. Tjáning sem hvetur til, stuðlar að eða réttlætir hatur á borð við kynþáttahatur og útlendingahatur, eða annars konar hatur sem byggist á mismunun eða fjandskap gegn tilteknum hópum, er þannig bönnuð. Eru samfélagsmiðlar sér á báti þegar kemur að leyfilegri tjáningu? Fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna voru fjölmiðlar helsta dreifileið tjáningar. Vegna hlutverks þeirra voru settar sérstakar reglur um fjölmiðla og hlutverk þeirra við miðlun tjáningar. Sem dæmi þurfa fjölmiðlar að hafa tiltekin viðmið í huga þegar þeir dreifa ummælum og gæta að því að ekki sé brotið gegn grundvallarréttindum á vettvangi þeirra. Til upplýsingar má nefna að á vettvangi Mannréttindadómstólsins hafa t.d. fallið dómar þar sem aðildarríkjum hefur verið játuð heimild til þess að draga fjölmiðla til ábyrgðar fyrir að láta átölulaus alvarleg og hatursfull ummæli í athugasemdakerfum. Almennt er því viðurkennt að fjölmiðlar geti ekki að öllu leyti látið sér í léttu rúmi liggja hvað birtist á vettvangi þeirra. Sérstakt eðli samfélagsmiðla breytir engu um fyrrgreindar grundvallarreglur. Þeir verndarhagsmunir sem búa að baki reglunum, þ.e. að tryggja að réttindi fólks verði ekki fótum troðin vegna tjáningar, eru nákvæmlega hinir sömu í tilviki samfélagsmiðla og almennt í tilviki fjölmiðla. Má raunar færa fyrir því gild rök að verndin sé meira aðkallandi þegar í hluta eiga miðlar sem geta stuðlað að jafn hraðri og víðtækri dreifingu efnis og samfélagsmiðlar geta í dag. Í ljósi framangreinds, og þeirra reglna sem vestræn þjóðfélög hafa sett sér þegar kemur að tjáningarfrelsisbrotum, er ekkert óeðlilegt við að samfélagsmiðlar setji sér skilmála sem einstaklingum ber að fylgja. Að sama skapi er ekkert óeðlilegt að miðlarnir bregðist við í samræmi við þá skilmála. Nákvæmlega eins og „hefðbundnir vefmiðlar“ telja sig stundum þurfa að fjarlægja efni úr athugasemdakerfum geta samfélagsmiðlar þurft að taka afstöðu til þess sem birtist á þeirra miðli. Því er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta þegar talið berst að mögulegri takmörkun tjáningarfrelsis á samfélagsmiðlum. Skilyrðið er þó vitanlega að ekki sé um handahófskennd viðbrögð að ræða eða ólíka meðferð eftir pólitískum hagsmunum eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá verður að sjálfsögðu að gera þá skýlausu kröfu að fram fari vönduð könnun á því hvort ástæða sé til inngripa og ganga ekki lengra en þörf er á hverju sinni. Breytt landslag í dreifingu upplýsinga Samfélagsmiðlar hafa gjörbreytt samskiptum okkar, umhverfi og þeim veruleika sem við stöndum frammi fyrir. Þeir stýra opinberri umræðu og geta þannig haft umtalsverð áhrif á samfélagið, t.d. á niðurstöður kosninga sem dæmi. Þeir stýra að einhverju leyti neytendum með endalausu framboði keyptrar tjáningar. Þeir stýra samskiptum barna og ungmenna, hafa áhrif á sjálfsmynd ungmenna og almennt skoðanamyndandi áhrif á hugmyndir okkar um hvernig hlutirnir ,,eigi að vera“. Þeir eru líka vettvangur hinna ýmsu ,,netbrota“, svo sem netníðs og kynferðisbrota, netsvika og alþjóðlegrar brotastarfsemi. Síðast en ekki síst geta samfélagsmiðlar ýtt undir hatur og ofbeldi, eins og dæmin sanna. Full ástæða er til að ræða ábyrgð samfélagsmiðla og þá umgjörð sem við viljum búa þeim þegar kemur að réttindum fólks. Eins er nauðsynlegt að árétta reglulega þá ábyrgð einstaklinga sem fylgir tjáningu þeirra á samfélagsmiðlum. Ólíkt því sem sumir vilja halda getur ofbeldi verið rafrænt og það getur farið fram með tjáningu einni saman. Hver og einn einstaklingur ber ábyrgð á því sem hann segir og engu breytir í þeim efnum þótt viðkomandi sitji fyrir framan tölvuskjá. Þótt tjáningarfrelsið hafi sjaldnar verið mikilvægara hefur það, vegna fjölda álitamála tengdum örri þróun samfélagsmiðlanna, sjaldnar staðið frammi fyrir jafn mörgum áskorunum. Að slá skollaeyrum við þeirri staðreynd verður hvorki okkur sjálfum né kynslóðunum sem á eftir koma til framdráttar. Höfundur er héraðsdómari og lektor í fjölmiðlarétti.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar