Baldur Þór: Ég treysti Nick til að klára svona leiki Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2021 22:33 Baldur Þór Ragnarsson gat fagnað í kvöld. vísir/bára „Ég er hrikalega ánægður með að við höfum tekið þennan sigur. Þór skaut 55% úr þriggja stiga í fyrri hálfleik og er að spila með mikið sjálfstraust og eru góðir. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir sigur hans manna í framlengdum leik gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum. Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10