Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. febrúar 2021 15:00 Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun