Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 13:01 Martha Hermannsdóttir vonast til að geta byrjað að spila aftur með KA/Þór liðinu eftir fjórar vikur. Skjámynd/S2 Sport Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira