Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 11:30 Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun