Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun