Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun