„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. „Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira