Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:27 Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér
Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira