Kæri frambjóðandi! Ragnar Þór Pétursson skrifar 4. febrúar 2021 11:00 Nú styttist í kosningar og þá fara þau sem ganga með þingmanninn í maganum að setja sig í stellingar. Að mínu mati geta þau tæplega átt erindi í stýrishús lýðræðisins við Austurvöll sem ekki hafa skoðun – eða hafa að minnsta kosti ígrundað menntamál. Þess vegna skora ég á þig, kæri frambjóðandi, að setjast niður með sjálfum þér og hugsa örlítið um þau mál. Ég skal gefa þér nokkrar spurningar til að byrja á: 1. Hvert er hlutverk menntakerfisins? Í stóra samhenginu ríkir tiltölulega mikil sátt um megintilgang menntakerfisins á Íslandi. Við erum heppin að sækja samfélagsgerð okkar að nokkru leyti til framsækinna lýðræðisþjóða. Þess vegna, kæri frambjóðandi, veljum við líka fólk eins og þig til að stýra landinu en treystum ekki á stjórnarfar ofríkis. Skólinn hefur það hlutverk að hjálpa mannlífinu í landinu að blómstra. Ólík sjónarmið eru uppi um það með hvaða hætti það verður best gert en hér hjálpar að þú, sem hyggst gefa kost á þér til stjórnmálaþátttöku, veist að meginhlutverk þessa tveggja kerfa, menntakerfisins og stjórnmálanna, er hið sama. Með því að leggja hugmyndir þínar og annarra um menntamál á þessa vogarskál getur þú vandað og eflt hugsun þína og orðið að meira gagni. 2. Hvernig viðheld ég víðsýninni? Líf þingmanna er ekki dans á rósum. Þeim er ætlað að sýna eigin sannfæringu fullan trúnað en þurfa um leið að gera málamiðlanir. Þeir búa við samfélagsumræðu sem getur verið bæði óvægin og ósanngjörn og sæta oft gagnrýni eða jafnvel aðkasti vegna starfa sinna. Um þingmenn eru gjarnan felldir dómar út frá mjög takmörkuðum forsendum. Það er örugglega ekki auðvelt að viðhalda víðsýni við slíkar aðstæður. Þá er takmörkuð þolinmæði fyrir flóknum málum og töluverð eftirspurn eftir einföldunum. Þetta nefni ég því menntamál eru snúin eins og önnur mál sem lúta að kerfum utan um flóknasta viðfangsefni veraldar, mannshugann. Menntakerfið snýst um verðug viðfangsefni og krefjandi áskoranir. Þótt kjósendur hafi ekki endilega þolinmæði fyrir því að þú nálgist menntamál og umræðu um þau af þeirri aðgæslu og víðsýni sem viðfangsefnið krefst hvet ég þig til þess að láta ekki hugsun þína eða tjáningu um menntamál líða fyrir það. Forðastu alhæfingar, skyndilausnir og tilraunir til að smætta menntamál niður í einföld viðfangsefni. 3. Við hvern á ég að tala? Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað er menntakerfið fullt af fólki sem vill gera betur, taka þátt í þróun og vinna með öðru fólki að umbótum. Á það við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Nálgastu þetta fólk og talaðu við það. Reyndu að vera upplýst og umbótamiðað afl í íslensku samfélagi. Hér skiptir ekki máli hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort þú kemst inn á þing. Menntakerfið kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Ræddu við börnin þín eða önnur skyldmenni sem stunda nám. Talaðu við kennara og aflaðu þér innsýnar í heim þeirra. Þú munt hvergi koma að tómum kofanum leitir þú í einlægni eftir samtali og samvinnu um menntamál. Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér, hafðu þá samband, ég skal greiða götu þína. Hvað sem þú gerir, ekki mynda þér afstöðu til menntamála í tómarúmi. 4. Hver eru brýnustu verkefnin? Kæri frambjóðandi, það er metnaðarfullt að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa á tímum sem þessum. Takk fyrir það! Miklir óvissutímar standa yfir og samfélag okkar hefur, eins og önnur samfélög, tekið á sig þung högg. Mig langar vinsamlegast að benda þér á nokkur atriði sem ég held að sé mikilvægt fyrir þig að vita. Í fyrsta lagi þetta: Erfiðleikarnir vegna heimsfaraldurs afhjúpuðu styrkleika í íslensku menntakerfi sem mikilvægt er að virða og varðveita. Gríðarlega öflug starfsþróun og aðlögunarhæfni er í kerfinu, óháð aldri nemenda og námsviðfangi. Hins vegar er námsval í íslensku samfélagi of einsleitt og mikilvægt er að auka veg og virðingu alls náms og leggja list- og verknám að jöfnu við hefðbundið bóknám. Þá þarf menntakerfið að draga dám af þeim nútíma og þeirri framtíð sem nemendur lifa og hrærast í. Afar brýnt er að fylgjast náið með ólíkum hópum í samfélaginu til að tryggja að námið stuðli í raun og veru að þroska og framförum. Hér skiptir máli að huga m.a. að félagslegri stöðu, aldri, kynferði og uppruna (ekki falla í þá gryfju að hafa aðeins áhuga á einu af þessu). Loks þarftu að vita að íslenskt menntakerfi er enn í gjörgæslu þegar kemur að sjálfbærni. Kennaraskortur eru raunverulegur og alvarlegur. Hann er á öllum skólastigum. Síðustu ár hefur að nokkru leyti tekist að snúa að hægja á eða snúa við þeirri alvarlegu þróun sem einkenndi Ísland of lengi og ánægjulegt er hve aðsókn í kennaranám hefur aukist á síðustu misserum. Það verður krefjandi að koma í veg fyrir bakslag í þeim efnum. Það verður hins vegar að takast og tekst vonandi ef við ákveðum öll að tækla þetta grundvallarmál, menntunina, af sameiginlegri ábyrgð. Gangi þér vel! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þá fara þau sem ganga með þingmanninn í maganum að setja sig í stellingar. Að mínu mati geta þau tæplega átt erindi í stýrishús lýðræðisins við Austurvöll sem ekki hafa skoðun – eða hafa að minnsta kosti ígrundað menntamál. Þess vegna skora ég á þig, kæri frambjóðandi, að setjast niður með sjálfum þér og hugsa örlítið um þau mál. Ég skal gefa þér nokkrar spurningar til að byrja á: 1. Hvert er hlutverk menntakerfisins? Í stóra samhenginu ríkir tiltölulega mikil sátt um megintilgang menntakerfisins á Íslandi. Við erum heppin að sækja samfélagsgerð okkar að nokkru leyti til framsækinna lýðræðisþjóða. Þess vegna, kæri frambjóðandi, veljum við líka fólk eins og þig til að stýra landinu en treystum ekki á stjórnarfar ofríkis. Skólinn hefur það hlutverk að hjálpa mannlífinu í landinu að blómstra. Ólík sjónarmið eru uppi um það með hvaða hætti það verður best gert en hér hjálpar að þú, sem hyggst gefa kost á þér til stjórnmálaþátttöku, veist að meginhlutverk þessa tveggja kerfa, menntakerfisins og stjórnmálanna, er hið sama. Með því að leggja hugmyndir þínar og annarra um menntamál á þessa vogarskál getur þú vandað og eflt hugsun þína og orðið að meira gagni. 2. Hvernig viðheld ég víðsýninni? Líf þingmanna er ekki dans á rósum. Þeim er ætlað að sýna eigin sannfæringu fullan trúnað en þurfa um leið að gera málamiðlanir. Þeir búa við samfélagsumræðu sem getur verið bæði óvægin og ósanngjörn og sæta oft gagnrýni eða jafnvel aðkasti vegna starfa sinna. Um þingmenn eru gjarnan felldir dómar út frá mjög takmörkuðum forsendum. Það er örugglega ekki auðvelt að viðhalda víðsýni við slíkar aðstæður. Þá er takmörkuð þolinmæði fyrir flóknum málum og töluverð eftirspurn eftir einföldunum. Þetta nefni ég því menntamál eru snúin eins og önnur mál sem lúta að kerfum utan um flóknasta viðfangsefni veraldar, mannshugann. Menntakerfið snýst um verðug viðfangsefni og krefjandi áskoranir. Þótt kjósendur hafi ekki endilega þolinmæði fyrir því að þú nálgist menntamál og umræðu um þau af þeirri aðgæslu og víðsýni sem viðfangsefnið krefst hvet ég þig til þess að láta ekki hugsun þína eða tjáningu um menntamál líða fyrir það. Forðastu alhæfingar, skyndilausnir og tilraunir til að smætta menntamál niður í einföld viðfangsefni. 3. Við hvern á ég að tala? Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað er menntakerfið fullt af fólki sem vill gera betur, taka þátt í þróun og vinna með öðru fólki að umbótum. Á það við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Nálgastu þetta fólk og talaðu við það. Reyndu að vera upplýst og umbótamiðað afl í íslensku samfélagi. Hér skiptir ekki máli hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort þú kemst inn á þing. Menntakerfið kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Ræddu við börnin þín eða önnur skyldmenni sem stunda nám. Talaðu við kennara og aflaðu þér innsýnar í heim þeirra. Þú munt hvergi koma að tómum kofanum leitir þú í einlægni eftir samtali og samvinnu um menntamál. Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér, hafðu þá samband, ég skal greiða götu þína. Hvað sem þú gerir, ekki mynda þér afstöðu til menntamála í tómarúmi. 4. Hver eru brýnustu verkefnin? Kæri frambjóðandi, það er metnaðarfullt að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa á tímum sem þessum. Takk fyrir það! Miklir óvissutímar standa yfir og samfélag okkar hefur, eins og önnur samfélög, tekið á sig þung högg. Mig langar vinsamlegast að benda þér á nokkur atriði sem ég held að sé mikilvægt fyrir þig að vita. Í fyrsta lagi þetta: Erfiðleikarnir vegna heimsfaraldurs afhjúpuðu styrkleika í íslensku menntakerfi sem mikilvægt er að virða og varðveita. Gríðarlega öflug starfsþróun og aðlögunarhæfni er í kerfinu, óháð aldri nemenda og námsviðfangi. Hins vegar er námsval í íslensku samfélagi of einsleitt og mikilvægt er að auka veg og virðingu alls náms og leggja list- og verknám að jöfnu við hefðbundið bóknám. Þá þarf menntakerfið að draga dám af þeim nútíma og þeirri framtíð sem nemendur lifa og hrærast í. Afar brýnt er að fylgjast náið með ólíkum hópum í samfélaginu til að tryggja að námið stuðli í raun og veru að þroska og framförum. Hér skiptir máli að huga m.a. að félagslegri stöðu, aldri, kynferði og uppruna (ekki falla í þá gryfju að hafa aðeins áhuga á einu af þessu). Loks þarftu að vita að íslenskt menntakerfi er enn í gjörgæslu þegar kemur að sjálfbærni. Kennaraskortur eru raunverulegur og alvarlegur. Hann er á öllum skólastigum. Síðustu ár hefur að nokkru leyti tekist að snúa að hægja á eða snúa við þeirri alvarlegu þróun sem einkenndi Ísland of lengi og ánægjulegt er hve aðsókn í kennaranám hefur aukist á síðustu misserum. Það verður krefjandi að koma í veg fyrir bakslag í þeim efnum. Það verður hins vegar að takast og tekst vonandi ef við ákveðum öll að tækla þetta grundvallarmál, menntunina, af sameiginlegri ábyrgð. Gangi þér vel! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun