Í eitt skipti fyrir öll Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Það er flestum ljóst sem sem skoðað hafa þróun fólksbíla af sæmilegri yfirvegun að rafmagnið er hægt og rólega að taka við sem orkugjafi. Nánast hver einasti bílaframleiðandi hefur gefið út fjárfestinga- og framtíðarsýn sem stefnir nánast öll í eina átt þ.e. að rafmagnið taki yfir á næstu árum og áratugum. Þúsundum milljarða er nú eytt, víða um heim, í fjárfestingar í þessum umbreytingum Flestir átta sig líka á því að þetta verða kærkomin orkuskipti fyrir íslenska þjóð með meira orkuöryggi, minni mengun, minni gjaldeyrisútgjöldum og hávaða. Þrátt fyrir þetta allt, má enn finna ótrúlega andstöðu hér á landi við rafvæðingu samgangna sem oft á tíðum byggir á furðulegum ranghugmyndum. Skoðum nokkrar klassískar fullyrðingar sem oft á tíðum poppa upp í umæðunni á ýmsum vettvangi. Mengandi rafhlöðuframleiðsla og urðun Því er endalaust haldið fram að rafbílar séu í raun óumhverfisvænni en bensín- og dísilbílar ef framleiðsla rafhlöðunnar og förgun hennar er tekin með í myndina. Þetta er einfaldlega rangt. Nútímaheimurinn er orðin svo skrýtinn að allstaðar er hægt að finna „heimildir“ fyrir nánast hvaða fullyrðingum sem er, ef einbeittur vilji er til staðar. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að í fyrsta lagi endast rafhlöður mun lengur en lengi var haldið fram og í raun duga þær líftíma bílsins. Það þarf því ekki að taka með í umhverfisútreikninga meint útskipti á rafhlöðum eins og lengi var haldið fram. Í öðru lagi geta rafhlöður átt endurlíf eftir bílinn. Það er sem sagt hægt að nýta rafhlöður sem mikilvægar orkugeymslur fyrir raforkukerfi framtíðar og þannig hjálpa til við að gera raforkukerfi þjóða grænni. Í þriðja lagi eru nú í smíðum, hjá stærstu bílaframleiðendum og fleirum, rafhlöðu-endurvinnslustöðvar sem geta endurnýtt yfir 90% af rafhlöðunni. Ég þekki engin dæmi um að einn einasti lítri af bensíni eða dísil, sem brennt hefur verið í gegnum tíðina, hafi verið endurunninn. Í eitt skipti fyrir öll þá verður ekki þörf á neinni förgun rafhlaðna. Það er örugglega hægt að finna raundæmi um að rafhlöðum hafi verið fargað en það er líka hægt að finna bjórdós út í skurði sem svo sannarlega er ekki sönnun fyrir því að dósaendurvinnslur séu ekki til. Í fjórða lagi er kolefnisspor við framleiðslu rafhlaðna sífellt að lækka. Í einni rannsókn sem gerð var árið 2017 var t.d. losun við eina kWst í rafhlöðu metin á 175 kg CO2. Árið 2019 var talan komin niður í 85 kg CO2 og hefur víst lækkað enn með fínstillingum í fjöldaframleiðslunni og mun áfram lækka til framtíðar. Bílaframleiðendur eru vel meðvitaðir um að rafbílakaupendur eru mjög kröfuharðir með umhverfisáhrif framleiðslunnar og gera kröfur um lágt kolefnisspor í framleiðslunni. Volkswagen hefur meira segja brugðið á það ráð að kolefnisjafna framleiðslu rafbíla svo neytandinn þurfi ekki að taka við neinni kolefniskuld þegar rafbíllinn er afhentur. Óumhverfisvænt rafmagn Því er einnig sífellt haldið á lofti að rafbílar séu ekki allstaðar umhverfisvænir vegna þess að rafmagn er víða framleitt með kolum. Ég man eftir símtali sem ég fékk frá manni sem sagðist hafa hætt snarlega við rafbílakaup þar sem hann hafði séð að í Póllandi væri lítill munur á heildar losun dísilbíls og rafbíls. Hann lagði snarlega á þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði aðallega að keyra í Póllandi. Mér gafst því ekki tækifæri til að útskýra að bensín og dísill er ekki framleitt á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu, flytja hana á olíuhreinsistöðvar til fullvinnslu, flytja hana svo í geymslur, sigla henni til Íslands og keyra hana svo út á stöðvarnar. Allt þetta ferli kallar á mikla auka losun sem leggst ofan á losun frá púströri bílsins. En hvað með orkuna á rafbíla? Í fyrsta lagi gleymist að rafbílar hafa enga losun mengandi efna. Þetta gildir því líka um heilsuspillandi mengun sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla. Sem þýðir að ef rafbíll myndi einhverra hluta vegna losa jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og aðrir bílar, þá væri samt sem áður umhverfisávinningur í formi minni mengunar heilsuspillandi efna eins og NOx. Í öðru lagi þá eru raforkukerfi heimsins sífellt að verða hreinni. Tökum dæmi um tvo Breta sem keyptu annars vegar bensínbíl og hinsvegar rafbíl árið 2012. Losun CO2 vegna raforkuframleiðslu á Bretlandi var yfir 500 g á kWst árið 2012 en í dag er hún komin niður í 160 g á kWst. Gamli rafbíllinn keyrir því á raforku í dag sem er margfalt losunarminni en fyrir 8 árum. Það vill svo til að breski bensínbíllinn keyrir í dag á orku sem losar nákvæmlega jafnmikið og hún gerði 2012. Kóbaltnámurnar í Kongó Það hlakkaði í mörgum rafbílaandstæðingnum þegar óásættanlegar aðstæður kóbaltnámumanna í Kongó komu upp á yfirborðið og þeir voru fljótir að skella skuldinni á rafbíla. Það var vissulega jákvætt að þessi ófögnuður var afhjúpaður en það hefði mátt gerast fyrr enda höfðu þessar námur lengi skaffað kóbalt í farsíma, fartölvur og hleðslurafhlöður verkfæra, löngu áður en rafbílarnir tóku sinn toll. Enn merkilegra er að ein allra mesta notkun kóbalts er einmitt í olíuhreinsistöðvum þannig að kóbaltnotkun er viðvarandi í framleiðslu á einmitt bensíni og dísil. En það bætir ekki böl að benda á annað verra og því hafa rafbílarafhlöðuframleiðendur einmitt tekið á málum og nú er kóbaltið hreinlega á útleið úr rafhlöðum og kóbaltlausar rafhlöður farnar að streyma úr þó nokkrum verksmiðjum. Hinsvegar verður kóbaltnotkun því miður áfram viðvarandi á olíuhreinsistöðvum á meðan eftirspurn verður eftir bensín og dísil. Rafbílar leysa ekki allan vanda og í raun er mun hagkvæmara, umhverfisvænna og heilsusamlegra að nýta frekar fótleggi og hjólreiðar í samgöngum. En að halda því fram að rafbílar séu ekki umhverfisvænni en sambærilegir bensín- og dísilbílar er samt sem áður algerlega fáránleg fullyrðing. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem sem skoðað hafa þróun fólksbíla af sæmilegri yfirvegun að rafmagnið er hægt og rólega að taka við sem orkugjafi. Nánast hver einasti bílaframleiðandi hefur gefið út fjárfestinga- og framtíðarsýn sem stefnir nánast öll í eina átt þ.e. að rafmagnið taki yfir á næstu árum og áratugum. Þúsundum milljarða er nú eytt, víða um heim, í fjárfestingar í þessum umbreytingum Flestir átta sig líka á því að þetta verða kærkomin orkuskipti fyrir íslenska þjóð með meira orkuöryggi, minni mengun, minni gjaldeyrisútgjöldum og hávaða. Þrátt fyrir þetta allt, má enn finna ótrúlega andstöðu hér á landi við rafvæðingu samgangna sem oft á tíðum byggir á furðulegum ranghugmyndum. Skoðum nokkrar klassískar fullyrðingar sem oft á tíðum poppa upp í umæðunni á ýmsum vettvangi. Mengandi rafhlöðuframleiðsla og urðun Því er endalaust haldið fram að rafbílar séu í raun óumhverfisvænni en bensín- og dísilbílar ef framleiðsla rafhlöðunnar og förgun hennar er tekin með í myndina. Þetta er einfaldlega rangt. Nútímaheimurinn er orðin svo skrýtinn að allstaðar er hægt að finna „heimildir“ fyrir nánast hvaða fullyrðingum sem er, ef einbeittur vilji er til staðar. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að í fyrsta lagi endast rafhlöður mun lengur en lengi var haldið fram og í raun duga þær líftíma bílsins. Það þarf því ekki að taka með í umhverfisútreikninga meint útskipti á rafhlöðum eins og lengi var haldið fram. Í öðru lagi geta rafhlöður átt endurlíf eftir bílinn. Það er sem sagt hægt að nýta rafhlöður sem mikilvægar orkugeymslur fyrir raforkukerfi framtíðar og þannig hjálpa til við að gera raforkukerfi þjóða grænni. Í þriðja lagi eru nú í smíðum, hjá stærstu bílaframleiðendum og fleirum, rafhlöðu-endurvinnslustöðvar sem geta endurnýtt yfir 90% af rafhlöðunni. Ég þekki engin dæmi um að einn einasti lítri af bensíni eða dísil, sem brennt hefur verið í gegnum tíðina, hafi verið endurunninn. Í eitt skipti fyrir öll þá verður ekki þörf á neinni förgun rafhlaðna. Það er örugglega hægt að finna raundæmi um að rafhlöðum hafi verið fargað en það er líka hægt að finna bjórdós út í skurði sem svo sannarlega er ekki sönnun fyrir því að dósaendurvinnslur séu ekki til. Í fjórða lagi er kolefnisspor við framleiðslu rafhlaðna sífellt að lækka. Í einni rannsókn sem gerð var árið 2017 var t.d. losun við eina kWst í rafhlöðu metin á 175 kg CO2. Árið 2019 var talan komin niður í 85 kg CO2 og hefur víst lækkað enn með fínstillingum í fjöldaframleiðslunni og mun áfram lækka til framtíðar. Bílaframleiðendur eru vel meðvitaðir um að rafbílakaupendur eru mjög kröfuharðir með umhverfisáhrif framleiðslunnar og gera kröfur um lágt kolefnisspor í framleiðslunni. Volkswagen hefur meira segja brugðið á það ráð að kolefnisjafna framleiðslu rafbíla svo neytandinn þurfi ekki að taka við neinni kolefniskuld þegar rafbíllinn er afhentur. Óumhverfisvænt rafmagn Því er einnig sífellt haldið á lofti að rafbílar séu ekki allstaðar umhverfisvænir vegna þess að rafmagn er víða framleitt með kolum. Ég man eftir símtali sem ég fékk frá manni sem sagðist hafa hætt snarlega við rafbílakaup þar sem hann hafði séð að í Póllandi væri lítill munur á heildar losun dísilbíls og rafbíls. Hann lagði snarlega á þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði aðallega að keyra í Póllandi. Mér gafst því ekki tækifæri til að útskýra að bensín og dísill er ekki framleitt á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu, flytja hana á olíuhreinsistöðvar til fullvinnslu, flytja hana svo í geymslur, sigla henni til Íslands og keyra hana svo út á stöðvarnar. Allt þetta ferli kallar á mikla auka losun sem leggst ofan á losun frá púströri bílsins. En hvað með orkuna á rafbíla? Í fyrsta lagi gleymist að rafbílar hafa enga losun mengandi efna. Þetta gildir því líka um heilsuspillandi mengun sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla. Sem þýðir að ef rafbíll myndi einhverra hluta vegna losa jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og aðrir bílar, þá væri samt sem áður umhverfisávinningur í formi minni mengunar heilsuspillandi efna eins og NOx. Í öðru lagi þá eru raforkukerfi heimsins sífellt að verða hreinni. Tökum dæmi um tvo Breta sem keyptu annars vegar bensínbíl og hinsvegar rafbíl árið 2012. Losun CO2 vegna raforkuframleiðslu á Bretlandi var yfir 500 g á kWst árið 2012 en í dag er hún komin niður í 160 g á kWst. Gamli rafbíllinn keyrir því á raforku í dag sem er margfalt losunarminni en fyrir 8 árum. Það vill svo til að breski bensínbíllinn keyrir í dag á orku sem losar nákvæmlega jafnmikið og hún gerði 2012. Kóbaltnámurnar í Kongó Það hlakkaði í mörgum rafbílaandstæðingnum þegar óásættanlegar aðstæður kóbaltnámumanna í Kongó komu upp á yfirborðið og þeir voru fljótir að skella skuldinni á rafbíla. Það var vissulega jákvætt að þessi ófögnuður var afhjúpaður en það hefði mátt gerast fyrr enda höfðu þessar námur lengi skaffað kóbalt í farsíma, fartölvur og hleðslurafhlöður verkfæra, löngu áður en rafbílarnir tóku sinn toll. Enn merkilegra er að ein allra mesta notkun kóbalts er einmitt í olíuhreinsistöðvum þannig að kóbaltnotkun er viðvarandi í framleiðslu á einmitt bensíni og dísil. En það bætir ekki böl að benda á annað verra og því hafa rafbílarafhlöðuframleiðendur einmitt tekið á málum og nú er kóbaltið hreinlega á útleið úr rafhlöðum og kóbaltlausar rafhlöður farnar að streyma úr þó nokkrum verksmiðjum. Hinsvegar verður kóbaltnotkun því miður áfram viðvarandi á olíuhreinsistöðvum á meðan eftirspurn verður eftir bensín og dísil. Rafbílar leysa ekki allan vanda og í raun er mun hagkvæmara, umhverfisvænna og heilsusamlegra að nýta frekar fótleggi og hjólreiðar í samgöngum. En að halda því fram að rafbílar séu ekki umhverfisvænni en sambærilegir bensín- og dísilbílar er samt sem áður algerlega fáránleg fullyrðing. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun