Ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn börnum í Austurbæjarskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 17:06 Austurbæjarskóli fagnaði níutíu ára afmæli í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 2. september 2019 farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík og brotið gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegið í dag. Þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er í fyrsta lagi ákærður fyrir að lokka níu ára stúlku upp á rishæð skólans þar sem hann kleip hana í rassinn og strauk læri hennar og kynfæri utanklæða. Í öðru lagi fyrir að hafa slegið fjórtán ára dreng á rassinn. Í þriðja lagi fyrir að hafa sest á bekk við hlið fimmtán ára stúlku sem þar sat og fært sig nær henni þegar hún reyndi að komast undan. Er honum gefið að sök að hafa svo sett hönd á annað læri stúlkunnar og elta hana þegar hún stóð upp þar til hún fór til hóps af drengjum. Móðir níu ára stúlkunnar gerir kröfu um 800 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögráða dóttur sinnar. Á þrítugsaldri þegar brotið var framið Fjallað var um málið í fjölmiðlum í september 2019. Þá kom fram að karlmaðurinn væri á þrítugsaldri og hann hefði fundist nokkrum dögum eftir verknaðinn. Tekin var skýrsla af honum en ekki þótti tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. Ísold Ingvarsdóttir, móðir níu ára stúlkunnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma að fyrstu dagarnir eftir atvikið hefðu verið rosalega erfiðir. „Hún fékk martraðir hverja einustu nótt þar sem hana dreymdi að einhver eða eitthvað væri að elta hana. Hún var alltaf að spyrja hvort það væri búið að finna manninn og þegar ég sagði henni að hann væri fundinn létti henni alveg óskaplega. Hún fékk alla þá aðstoð sem hún þurfti og það var mjög vel haldið utan um hana bæði í skólanum og hjá Barnavernd.“ Fegin að dóttirin fraus ekki Hún hefði sem foreldri fengið einhvers konar áfall. „Ég varð ofboðslega reið, eiginlega meira gagnvart skólanum en manninum, því ég lít á hann sem mann sem þarf verulega mikla hjálp. Ég varð reið við skólann því ég hélt að barnið mitt væri öruggt þar. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef dóttir mín hefði frosið og ekki getað hreyft sig, eins og mér skilst að séu algeng viðbrögð í svona aðstæðum. Það vona auðvitað allir að barnið þeirra muni ekki upplifa neitt svona, en þetta eru aðstæður sem öll börn geta lent í.“ Skóla- og frístundasvið sagðist í framhaldi af málinu ætla að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. 25. september 2019 11:44 Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. 24. september 2019 20:45 Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Karlmaðurinn er í fyrsta lagi ákærður fyrir að lokka níu ára stúlku upp á rishæð skólans þar sem hann kleip hana í rassinn og strauk læri hennar og kynfæri utanklæða. Í öðru lagi fyrir að hafa slegið fjórtán ára dreng á rassinn. Í þriðja lagi fyrir að hafa sest á bekk við hlið fimmtán ára stúlku sem þar sat og fært sig nær henni þegar hún reyndi að komast undan. Er honum gefið að sök að hafa svo sett hönd á annað læri stúlkunnar og elta hana þegar hún stóð upp þar til hún fór til hóps af drengjum. Móðir níu ára stúlkunnar gerir kröfu um 800 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögráða dóttur sinnar. Á þrítugsaldri þegar brotið var framið Fjallað var um málið í fjölmiðlum í september 2019. Þá kom fram að karlmaðurinn væri á þrítugsaldri og hann hefði fundist nokkrum dögum eftir verknaðinn. Tekin var skýrsla af honum en ekki þótti tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. Ísold Ingvarsdóttir, móðir níu ára stúlkunnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma að fyrstu dagarnir eftir atvikið hefðu verið rosalega erfiðir. „Hún fékk martraðir hverja einustu nótt þar sem hana dreymdi að einhver eða eitthvað væri að elta hana. Hún var alltaf að spyrja hvort það væri búið að finna manninn og þegar ég sagði henni að hann væri fundinn létti henni alveg óskaplega. Hún fékk alla þá aðstoð sem hún þurfti og það var mjög vel haldið utan um hana bæði í skólanum og hjá Barnavernd.“ Fegin að dóttirin fraus ekki Hún hefði sem foreldri fengið einhvers konar áfall. „Ég varð ofboðslega reið, eiginlega meira gagnvart skólanum en manninum, því ég lít á hann sem mann sem þarf verulega mikla hjálp. Ég varð reið við skólann því ég hélt að barnið mitt væri öruggt þar. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef dóttir mín hefði frosið og ekki getað hreyft sig, eins og mér skilst að séu algeng viðbrögð í svona aðstæðum. Það vona auðvitað allir að barnið þeirra muni ekki upplifa neitt svona, en þetta eru aðstæður sem öll börn geta lent í.“ Skóla- og frístundasvið sagðist í framhaldi af málinu ætla að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. 25. september 2019 11:44 Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. 24. september 2019 20:45 Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. 25. september 2019 11:44
Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. 24. september 2019 20:45
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44