Talar þú íslensku á Íslandi? Marta Eiríksdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:30 Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. Í sakleysi mínu skrifaði ég grein með opnum hug sem ég hélt að myndi renna ljúft ofan í lesendur mína. Tilgangur greinarinnar var að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna að átta sig á mikilvægi þess að læra íslensku til þess að fá vinnu og tók dæmi úr eigin lífi frá því ég bjó erlendis. Ja hérna mig. Aldrei átti ég von á þessari skyndilegu samfélagsmiðlafrægð vegna greinarinnar eða þakklæti frá svo mörgum lesendum því ég þorði að tala um þetta mál opinberlega. Ég átti heldur ekki von á persónulegum árásum frá nokkrum lesendum sem vildu heyja við mig orðastríð. Þetta var allt mjög áhugavert. Hvað það er mikill hiti í þessari umræðu hér á Íslandi. "Skoðun" mín : Ég tala dönsku í Danmörku, var mest lesna greinin á vefnum hjá visir.is á miðvikudag, fimmtudag og er enn mikið lesin. Það þarf greinilega að tala meira um þetta á opinberum vettvangi! Sumir taka bara það úr greininni minni sem þeir vilja og snúa því svo einhvern veginn, henda orðunum upp í loft og bulla eitthvað að mínu mati, því ég var ekkert að segja það sem þeir héldu að ég væri að segja. Aðrir eru með skítkast og allskonar ásakanir, en hva, ég nenni ekki að eyða púðri í svoleiðis fólk. Orð þeirra sendi ég beint í föðurhúsin! Ég get ekki gert að því hvernig fólk upplifir skrif mín. - Kjarni greinar minnar fyrir þá sem vilja skilja hvað ég var að fara, fjallar um að eiga jöfn tækifæri í þessu litla friðsæla landi okkar, hvort sem maður er íbúi af erlendum uppruna eða bara innfæddur. Tungumál hverrar þjóðar er ávallt lykill að fleiri tækifærum. Íslendingar eru gott fólk. Ekki ásaka þá eða kalla þá alla fordómafulla því við erum það líklega öll inn við beinið á einhvern hátt. Við megum alveg vera ósammála, ekkert hættulegt við það. - Fólk segir margt. Það sem mér finnst mest áríðandi, er að leyfa öllum að tala, hlusta á allar skoðanir, þótt við séum ekki sammála. Fólk á ekki að vera hrætt við að tjá sig, hrætt við að fá skítkast í „kommenta“kerfinu. Best er að vera málefnalegur því innst inni langar þig ekki að móðga neinn eða skapa vanlíðan hjá fólki. Það vilja allir njóta virðingar, bæði þú og ég. Þessi greinaskrif voru gerð af góðum hug enda er ég ekki í stríði við neinn og átta mig vel á því að heimurinn er að breytast. Fólk er að flytja sig á milli landa í leit að betra lífi. En það er samt sama hvert þú flytur, tungumál hvers lands er yfirleitt það fyrsta sem þú þarft að tileinka þér til að ná almennilegri fótfestu. Þú gerir það með því að æfa þig í að tala málið. Þetta vita lesendur sem hafa búið erlendis. Þegar ég bjó í Danmörku þá átti ég ekkert létt með að tala dönsku hvað þá norsku í Noregi. Þið vitið það jafn vel og ég, þið sem hafið lært dönsku í skóla á Íslandi, að sú kennsla er því miður oft ónothæf þar í landi. Ég upplifði að vera atvinnulaus í þessum löndum og vissi að ef ég talaði tungumálið þar sem ég bjó þá hefði ég meiri möguleika að fá starf. Mér fannst ég ekkert rosalega góð í málinu en lét mig hafa það að "æfa" mig í að tala og ákvað að aldrei skyldi ég tala ensku í Danmörku eða Noregi, heldur ruslast áfram í að tjá mig á þeirra máli. Þegar þeir heyrðu mig tala þá virtu þeir það og hrósuðu mér fyrir að prófa að tala. Sumir vildu tala ensku ef þeim fannst þetta eitthvað erfitt hjá mér en ég stoppaði þá og sagðist ekki vilja það. Ég vildi leggja mig fram við að læra málið almennilega. Kannski þurfa yfirvöld á Íslandi að styrkja erlenda íbúa með því að bjóða upp á frítt íslenskunám? Fólk kvartar yfir því að þetta sé allt of dýrt nám. Aðrar norðurlandaþjóðir bjóða upp á frítt tungumálanám til þess að hjálpa fólki að finna sig í landinu þeirra. Það er ekki gott fyrir fólk að vera hér árum saman og skilja ekki tungumálið. Það þekkir ekki rétt sinn eða skyldur og getur ekki bjargað sér með marga hluti. Það er því langflestum mjög líklega fyrir bestu, ef fólk ætlar að búa hér til langdvalar og vinna, að það læri tungumálið. Eins gefur tungumálakunnáttan meiri von um draumastarfið. Æfingin skapar meistarann. Íslendingar, kannski fleiri af þeim sem eldri eru, elska móðurmálið sitt og þykir mörgum afar vænt um það þegar útlendingar hafa áhuga á því að setjast hér að og læra þetta erfiða mál. Margir erlendir borgarar hafa sérlega gaman af því að læra málið okkar og fá jákvæð viðbrögð frá innfæddum vegna viðleitni þeirra til þess að tala. Ég hreyti ekki í fólk, hvorki Íslendinga né útlendinga sem eru búsettir hér. Íslendingar eru yfirleitt friðelskandi fólk. Það þarf að skilja hvaðan þeir koma til þess að átta sig á þeim og hvers vegna þeir eru eins og heimaríkir hundar. Lengi vel var Ísland undir yfirráðum erlendra afla og börðust fyrir frelsi lands og þjóðar, nú síðast frá Dönum árið 1944. Þjóðtungan íslenska er eldgömul og hefur fylgt okkur síðan frá landnámi. Við gortum okkur af þessu á tyllidögum. Mér finnst mjög eðlilegt að við tölum um þessa hluti og sérstaklega ef þetta er hitamál. Fordómar koma vegna fáfræði. Það er hlutverk íslenskra yfirvalda að átta sig á stöðunni sem upp er komin í landinu okkar og marka sér stefnu til framtíðar. Hvernig vilja þeir taka á móti fólki af erlendum uppruna? Ef þjóðtungan er okkur dýrmæt, væri þá ekki ráð að styrkja íslenskukennslu fyrir útlendinga? Jafna tækifærin? Það ríkir sem betur fer skoðanafrelsi á Íslandi. Við getum lært margt nýtt af þeim erlendu íbúum sem vilja búa hér og starfa með okkur. Ef við viljum láta okkur öllum líða vel á þessari eyju úti í ballarhafi, þá höldum friðinn og tölum saman í bróðerni. Orð eru til alls fyrst! Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. Í sakleysi mínu skrifaði ég grein með opnum hug sem ég hélt að myndi renna ljúft ofan í lesendur mína. Tilgangur greinarinnar var að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna að átta sig á mikilvægi þess að læra íslensku til þess að fá vinnu og tók dæmi úr eigin lífi frá því ég bjó erlendis. Ja hérna mig. Aldrei átti ég von á þessari skyndilegu samfélagsmiðlafrægð vegna greinarinnar eða þakklæti frá svo mörgum lesendum því ég þorði að tala um þetta mál opinberlega. Ég átti heldur ekki von á persónulegum árásum frá nokkrum lesendum sem vildu heyja við mig orðastríð. Þetta var allt mjög áhugavert. Hvað það er mikill hiti í þessari umræðu hér á Íslandi. "Skoðun" mín : Ég tala dönsku í Danmörku, var mest lesna greinin á vefnum hjá visir.is á miðvikudag, fimmtudag og er enn mikið lesin. Það þarf greinilega að tala meira um þetta á opinberum vettvangi! Sumir taka bara það úr greininni minni sem þeir vilja og snúa því svo einhvern veginn, henda orðunum upp í loft og bulla eitthvað að mínu mati, því ég var ekkert að segja það sem þeir héldu að ég væri að segja. Aðrir eru með skítkast og allskonar ásakanir, en hva, ég nenni ekki að eyða púðri í svoleiðis fólk. Orð þeirra sendi ég beint í föðurhúsin! Ég get ekki gert að því hvernig fólk upplifir skrif mín. - Kjarni greinar minnar fyrir þá sem vilja skilja hvað ég var að fara, fjallar um að eiga jöfn tækifæri í þessu litla friðsæla landi okkar, hvort sem maður er íbúi af erlendum uppruna eða bara innfæddur. Tungumál hverrar þjóðar er ávallt lykill að fleiri tækifærum. Íslendingar eru gott fólk. Ekki ásaka þá eða kalla þá alla fordómafulla því við erum það líklega öll inn við beinið á einhvern hátt. Við megum alveg vera ósammála, ekkert hættulegt við það. - Fólk segir margt. Það sem mér finnst mest áríðandi, er að leyfa öllum að tala, hlusta á allar skoðanir, þótt við séum ekki sammála. Fólk á ekki að vera hrætt við að tjá sig, hrætt við að fá skítkast í „kommenta“kerfinu. Best er að vera málefnalegur því innst inni langar þig ekki að móðga neinn eða skapa vanlíðan hjá fólki. Það vilja allir njóta virðingar, bæði þú og ég. Þessi greinaskrif voru gerð af góðum hug enda er ég ekki í stríði við neinn og átta mig vel á því að heimurinn er að breytast. Fólk er að flytja sig á milli landa í leit að betra lífi. En það er samt sama hvert þú flytur, tungumál hvers lands er yfirleitt það fyrsta sem þú þarft að tileinka þér til að ná almennilegri fótfestu. Þú gerir það með því að æfa þig í að tala málið. Þetta vita lesendur sem hafa búið erlendis. Þegar ég bjó í Danmörku þá átti ég ekkert létt með að tala dönsku hvað þá norsku í Noregi. Þið vitið það jafn vel og ég, þið sem hafið lært dönsku í skóla á Íslandi, að sú kennsla er því miður oft ónothæf þar í landi. Ég upplifði að vera atvinnulaus í þessum löndum og vissi að ef ég talaði tungumálið þar sem ég bjó þá hefði ég meiri möguleika að fá starf. Mér fannst ég ekkert rosalega góð í málinu en lét mig hafa það að "æfa" mig í að tala og ákvað að aldrei skyldi ég tala ensku í Danmörku eða Noregi, heldur ruslast áfram í að tjá mig á þeirra máli. Þegar þeir heyrðu mig tala þá virtu þeir það og hrósuðu mér fyrir að prófa að tala. Sumir vildu tala ensku ef þeim fannst þetta eitthvað erfitt hjá mér en ég stoppaði þá og sagðist ekki vilja það. Ég vildi leggja mig fram við að læra málið almennilega. Kannski þurfa yfirvöld á Íslandi að styrkja erlenda íbúa með því að bjóða upp á frítt íslenskunám? Fólk kvartar yfir því að þetta sé allt of dýrt nám. Aðrar norðurlandaþjóðir bjóða upp á frítt tungumálanám til þess að hjálpa fólki að finna sig í landinu þeirra. Það er ekki gott fyrir fólk að vera hér árum saman og skilja ekki tungumálið. Það þekkir ekki rétt sinn eða skyldur og getur ekki bjargað sér með marga hluti. Það er því langflestum mjög líklega fyrir bestu, ef fólk ætlar að búa hér til langdvalar og vinna, að það læri tungumálið. Eins gefur tungumálakunnáttan meiri von um draumastarfið. Æfingin skapar meistarann. Íslendingar, kannski fleiri af þeim sem eldri eru, elska móðurmálið sitt og þykir mörgum afar vænt um það þegar útlendingar hafa áhuga á því að setjast hér að og læra þetta erfiða mál. Margir erlendir borgarar hafa sérlega gaman af því að læra málið okkar og fá jákvæð viðbrögð frá innfæddum vegna viðleitni þeirra til þess að tala. Ég hreyti ekki í fólk, hvorki Íslendinga né útlendinga sem eru búsettir hér. Íslendingar eru yfirleitt friðelskandi fólk. Það þarf að skilja hvaðan þeir koma til þess að átta sig á þeim og hvers vegna þeir eru eins og heimaríkir hundar. Lengi vel var Ísland undir yfirráðum erlendra afla og börðust fyrir frelsi lands og þjóðar, nú síðast frá Dönum árið 1944. Þjóðtungan íslenska er eldgömul og hefur fylgt okkur síðan frá landnámi. Við gortum okkur af þessu á tyllidögum. Mér finnst mjög eðlilegt að við tölum um þessa hluti og sérstaklega ef þetta er hitamál. Fordómar koma vegna fáfræði. Það er hlutverk íslenskra yfirvalda að átta sig á stöðunni sem upp er komin í landinu okkar og marka sér stefnu til framtíðar. Hvernig vilja þeir taka á móti fólki af erlendum uppruna? Ef þjóðtungan er okkur dýrmæt, væri þá ekki ráð að styrkja íslenskukennslu fyrir útlendinga? Jafna tækifærin? Það ríkir sem betur fer skoðanafrelsi á Íslandi. Við getum lært margt nýtt af þeim erlendu íbúum sem vilja búa hér og starfa með okkur. Ef við viljum láta okkur öllum líða vel á þessari eyju úti í ballarhafi, þá höldum friðinn og tölum saman í bróðerni. Orð eru til alls fyrst! Höfundur er íslenskukennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun