„Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2021 13:28 Jón Steinar hrósar sigri gegn forseta Hæstaréttar, Benedikt Bogasyni. En sigur hans var tæpur því tveir dómarar af fimm skiluðu inn sératkvæði. Jón Steinar var sýknaður í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni, þrír dómara staðfestu niðurstöðu Landsréttar en tveir vildu dæma Jón Steinar sekan. Dómur féll nú rétt í þessu í Hæstarétti í afar athyglisverðu meiðyrðamáli forseta Hæstaréttar, Benedikts Bogasonar á hendur lögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi dómara við réttinn. Fimm dómarar dæmdu í málinu, þrír þeirra sýknuðu Jón Steinar og staðfestu niðurstöðu Landsréttar. „Tvær konur skiluðu sératkvæði og vildu sakfella mig og dæma til að greiða miklar bætur og kostnað,“ sagði Jón Steinar en Vísir heyrði í honum strax eftir að dómur var upp kveðinn. Ummælin sem fóru fyrir brjóstið á Benedikt má finna í bók Jóns Steinars, með Lognið í fangið, en þar segir hann að dómur sem féll yfir Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra hafi verið dómsmorð. Benedikt var ekki nefndur í tengslum við það en hann var einn dómara sem dæmdu Baldur og kaus að taka ummælin til sín. „Þetta er langur dómur, ég er ekki farinn að lesa forsendurnar,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum.“ Málið er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á í málaferlum. Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. „Vandfundin alvarlegri ávirðing í garð dómara“ Uppfært kl 14:15 Dómurinn hefur nú verið birtur á vefsvæði Hæstaréttar. Dómarar í málinu eru þau: Árni Vilhjálmsson lögmaður, Hildur Briem settur landsréttardómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Ingibjörg og Kristrún skiluðu sératkvæði en þar segir meðal annars: „Hvað alvarleika umræddra ásakana varðar þá verða ummælin, svo sem áður er rakið, ekki skilin á annan veg en þann að aðaláfrýjandi hafi gegn betri vitund kveðið upp rangan dóm og sakfellt saklausan mann. Slík háttsemi af hálfu hæstaréttardómara felur í sér afar alvarlegt brot, hvort sem horft er til lögbundins hlutverks dómara og starfskyldna þeirra, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar og VIII. kafla laga um dómstóla nr. 50/2016, einkum 43. gr laganna, eða þeirra siðferðilegu krafna sem gerðar eru til dómara. Að auki kann slík háttsemi að varða við 130. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vandfundin er alvarlegri ávirðing í garð dómara. Fela ummælin því í sér grófa aðdróttun í garð aðaláfrýjanda í ljósi stöðu hans.“ Í niðurstöðu meirihlutans segir hins vegar: „Með vísan til alls framanritaðs og að því gættu að rétturinn til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli í þessu samhengi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar verður að líta svo á að gagnáfrýjandi hafi með ummælum sínum ekki vegið svo að æru aðaláfrýjanda að það hafi farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins sem lög og réttarframkvæmd hafa mótað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms er því staðfest. Með hliðsjón af því að efni ummæla gagnáfrýjanda eru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um það hvort með þeim hafi verið farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins, sem gagnáfrýjandi nýtur samkvæmt framansögðu, þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.“ Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dómur féll nú rétt í þessu í Hæstarétti í afar athyglisverðu meiðyrðamáli forseta Hæstaréttar, Benedikts Bogasonar á hendur lögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi dómara við réttinn. Fimm dómarar dæmdu í málinu, þrír þeirra sýknuðu Jón Steinar og staðfestu niðurstöðu Landsréttar. „Tvær konur skiluðu sératkvæði og vildu sakfella mig og dæma til að greiða miklar bætur og kostnað,“ sagði Jón Steinar en Vísir heyrði í honum strax eftir að dómur var upp kveðinn. Ummælin sem fóru fyrir brjóstið á Benedikt má finna í bók Jóns Steinars, með Lognið í fangið, en þar segir hann að dómur sem féll yfir Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra hafi verið dómsmorð. Benedikt var ekki nefndur í tengslum við það en hann var einn dómara sem dæmdu Baldur og kaus að taka ummælin til sín. „Þetta er langur dómur, ég er ekki farinn að lesa forsendurnar,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum.“ Málið er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á í málaferlum. Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. „Vandfundin alvarlegri ávirðing í garð dómara“ Uppfært kl 14:15 Dómurinn hefur nú verið birtur á vefsvæði Hæstaréttar. Dómarar í málinu eru þau: Árni Vilhjálmsson lögmaður, Hildur Briem settur landsréttardómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Ingibjörg og Kristrún skiluðu sératkvæði en þar segir meðal annars: „Hvað alvarleika umræddra ásakana varðar þá verða ummælin, svo sem áður er rakið, ekki skilin á annan veg en þann að aðaláfrýjandi hafi gegn betri vitund kveðið upp rangan dóm og sakfellt saklausan mann. Slík háttsemi af hálfu hæstaréttardómara felur í sér afar alvarlegt brot, hvort sem horft er til lögbundins hlutverks dómara og starfskyldna þeirra, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar og VIII. kafla laga um dómstóla nr. 50/2016, einkum 43. gr laganna, eða þeirra siðferðilegu krafna sem gerðar eru til dómara. Að auki kann slík háttsemi að varða við 130. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vandfundin er alvarlegri ávirðing í garð dómara. Fela ummælin því í sér grófa aðdróttun í garð aðaláfrýjanda í ljósi stöðu hans.“ Í niðurstöðu meirihlutans segir hins vegar: „Með vísan til alls framanritaðs og að því gættu að rétturinn til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli í þessu samhengi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar verður að líta svo á að gagnáfrýjandi hafi með ummælum sínum ekki vegið svo að æru aðaláfrýjanda að það hafi farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins sem lög og réttarframkvæmd hafa mótað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms er því staðfest. Með hliðsjón af því að efni ummæla gagnáfrýjanda eru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um það hvort með þeim hafi verið farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins, sem gagnáfrýjandi nýtur samkvæmt framansögðu, þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.“
Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira