Hjálpið okkur frekar en að smána Phoenix Ramos Proppé skrifar 6. febrúar 2021 13:30 Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00 Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi
Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00
Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar