Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. febrúar 2021 12:24 Húsnæði Háskóla Íslands þar sem íþróttafræðasetur var til húsa stendur meira og minna tómt og því hefur verið rætt um að það gæti hentað vel sem hjúkrunarheimili fyrir uppsveitir Árnessýslu enda á ríkið húsið. Það hefur þó ekkert verið ákveðið með það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins. Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira