Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:46 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. ,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00