Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina Atli Freyr Arason skrifar 7. febrúar 2021 21:49 Max Montana vísir/Getty Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð. „Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum. Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
„Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum.
Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50