Það er engin skeið Björn Hákon Sveinsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun