Ekkert „Hakuna Matata“ með verndun íslenskunnar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Táknmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun