Borche: Fráköst, vítanýting og skortur á einbeitingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 22:09 Borche Ilievski segir að ÍR standi bestu liðum landsins ekki langt að baki. vísir/hulda margrét Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt við frammistöðuna gegn Stjörnunni þótt hann væri svekktur með úrslit leiksins. Stjörnumenn unnu átta stiga sigur, 95-87, í leik þar sem þeir voru alltaf með forystuna. „Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche við Vísi eftir leik. Hann átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting, og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
„Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche við Vísi eftir leik. Hann átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting, og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50