Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira