Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 17:26 Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar. AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01
Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27
Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47
Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54