Það mun lið missa af úrslitakeppninni sem hefur ekki setið eftir í mörg ár Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 16:02 KR verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni sem kæmist á toppinn með sigri. Valur mætir núverandi toppliði Keflavíkur annað kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan og Keflavík hafa verið mest sannfærandi í Dominos-deild karla í körfubolta en myndin gæti verið að breytast hjá mörgum liðum núna, segir Hermann Hauksson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport. Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildinni og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, þegar Þórsliðin mætast á Akureyri og KR tekur á móti Stjörnunni. Tveir leikir eru svo á morgun áður en við tekur hálfs mánaðar hlé vegna landsleikja. Klippa: Hermann rýnir í Dominos-deildina „Þetta fer svolítið að breytast núna. Liðin eru að fá til sín nýja menn og ég held að það verði ansi mörg lið sem geti velgt þeim [Stjörnunni og Keflavík] undir uggum. ÍR er til að mynda með mjög sterkt lið, ég held að það séu að verða breytingar hjá KR-ingum og þeir verða sterkir, Þór Þorlákshöfn er að gera flotta hluti, og svo eru Valsarar að bæta við sig. Þeir fá til sín Hjálmar, landsliðsmann úr Haukum, og svo Jordan. Ef þú ert með geitina á Íslandi [Jón Arnór Stefánsson] og Jordan þá hlýtur þú að geta eitthvað,“ segir Hermann. Staðan í deildinni er jöfn og spennandi og stundum virðist sem að allir geti unnið alla. Sem stendur eru Þór Akureyri, Valur, Höttur og Haukar í neðstu fjórum sætunum en Njarðvík og Tindastóll eru rétt fyrir ofan, í síðustu tveimur sætunum sem duga til að fara í úrslitakeppnina í vor. „Þú sérð að Valsarar eru í þriðja neðsta sæti með sex stig en liðið í fjórða sæti er með 10 stig. Það eru bara tveir leikir þarna á milli, ofboðslega stutt, og baráttan um áttunda sætið verður svakaleg. Það mun lið sitja eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, sem hefur ekki setið eftir í mörg ár,“ segir Hermann en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildinni og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, þegar Þórsliðin mætast á Akureyri og KR tekur á móti Stjörnunni. Tveir leikir eru svo á morgun áður en við tekur hálfs mánaðar hlé vegna landsleikja. Klippa: Hermann rýnir í Dominos-deildina „Þetta fer svolítið að breytast núna. Liðin eru að fá til sín nýja menn og ég held að það verði ansi mörg lið sem geti velgt þeim [Stjörnunni og Keflavík] undir uggum. ÍR er til að mynda með mjög sterkt lið, ég held að það séu að verða breytingar hjá KR-ingum og þeir verða sterkir, Þór Þorlákshöfn er að gera flotta hluti, og svo eru Valsarar að bæta við sig. Þeir fá til sín Hjálmar, landsliðsmann úr Haukum, og svo Jordan. Ef þú ert með geitina á Íslandi [Jón Arnór Stefánsson] og Jordan þá hlýtur þú að geta eitthvað,“ segir Hermann. Staðan í deildinni er jöfn og spennandi og stundum virðist sem að allir geti unnið alla. Sem stendur eru Þór Akureyri, Valur, Höttur og Haukar í neðstu fjórum sætunum en Njarðvík og Tindastóll eru rétt fyrir ofan, í síðustu tveimur sætunum sem duga til að fara í úrslitakeppnina í vor. „Þú sérð að Valsarar eru í þriðja neðsta sæti með sex stig en liðið í fjórða sæti er með 10 stig. Það eru bara tveir leikir þarna á milli, ofboðslega stutt, og baráttan um áttunda sætið verður svakaleg. Það mun lið sitja eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, sem hefur ekki setið eftir í mörg ár,“ segir Hermann en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira